Ákærður vegna morðskipunar

Marian Kocner hefur verið ákærður fyrir að skipuleggja morð á …
Marian Kocner hefur verið ákærður fyrir að skipuleggja morð á blaðamanni. AFP

Umdeildur slóvaskur viðskiptamógúll hefur verið ákærður fyrir að fyrirskipa morðið á rann­sókn­ar­blaðamann­in­um Jan Kuciak og unn­ustu hans. Þau fundust látin á heimili sínu í febrúar í fyrra.

Saksóknari segir að Marian Kocner hafi látið myrða Kuciak og unnustu hans og ástæðan hafi verið störf Kucias en Kocner var framkvæmdastjóri fyrirtækis sem lokaði fyrir tveimur árum.

Kocner var í varðhaldi þegar hann var ákærður, 8. mars, vegna efnahagsbrota. Síðasta greinin sem birtist eftir Kuciak meðan hann lifði var um Kocner og meinta spillingu og svindl hans.

Kuciak var að rann­saka spill­ingu í stjórn­kerfi lands­ins þegar hann var myrt­ur og var hann að skrifa grein um tengsl ráðgjafa for­sæt­is­ráðherr­ans við ít­ölsku mafíuna. Grein­in birt­ist að hon­um látn­um.

mbl.is