Svíi leitar 7 barnabarna í Sýrlandi

Fjallað hefur verið um leit Galvez að barnabörnum sínum víða, ...
Fjallað hefur verið um leit Galvez að barnabörnum sínum víða, meðal annars í norska ríkissjónvarpinu NRK. Skjáskot/NRK

Svíin Patricio Galvez hefur lagt leið sína til Sýrlands í leit að sjö barnabörnum sínum, en hluti þeirra eru nú í flóttamannabúðum í landinu eftir að tengdasonur hans, Michael Skråmos, var drepinn í baráttu fyrir Ríki íslams. Nokkur þeirra eru á sjúkrahúsi vegna vannæringar, að því er fram kemur í umfjöllum sænska ríkissjónvarpsins SVT.

„Ég vil taka utan um öll börnin og sýna þeim að við höfum ekki gleymt þeim,“ er haft eftir Galvez sem staddur er við landamærin að Sýrlandi. Hann hefur sótt um og fengið samþykkt leyfi til þess að fara á svæðið sem hann telur barnabörnin vera.

Yngsta barnið er aðeins eins árs og eru hin tveggja, þriggja, fimm (tvíburar), sjö og átta ára.

Galvez hefur fengið þær upplýsingar að þrjú barnanna eru stödd á sjúkrahúsi í bænum Hasaka í norðurhluta Sýrlands. Þrjú elstu börnin eru í tjaldi fyrir foreldralaus börn í flóttamannabúðum, en ekki er vitað hvar önnur tvíburasystirin er niður komin.

Sögðust fara í frí

Tengdasonur og dóttir Galvez sögðust vera á leið í frí til Tryklands þegar þau lögðu leið sína til Sýrlands. Galvez segir óhugnanlegt að hugsa til þess að dóttir hans hafi gengið til liðs við Ríki íslams.

„Það vita allir hvers konar samtök Ríki íslams eru. Mín barátta snýr að því að bjarga lífum sjö saklausra barna. Öll þessi illska hefur ekkert með börnin að gera, þau eru fórnarlömb,“ segir Galvez.

Mikill fjöldi á sjúkrahúsinu

Örlög barnanna er ekki einsdæmi og mikill fjöldi leitað til sjúkrahússins í Hasaka að undanförnu.

Eftir að tókst að sigra Ríki íslams hefur mikill fjöldi fjölskyldna fallinna vígamanna Ríki íslams leitað til þeirra fárra heilbrigðisstofnana sem eru starfandi á svæðinu, en þær eru í miklum erfiðleikum með að takast á við ástandið.

Tugir leita til sjúkrahúsanna á yfirráðasvæði Kúrda og eru margir þeirra börn sem hafa hlotið alvarleg meiðsl og vannæringu. Mörg þeirra eru afkomendur evrópskra vígamanna.

Írösk stúlka hefur hlotið brunaáverka og er til meðferðar á ...
Írösk stúlka hefur hlotið brunaáverka og er til meðferðar á sjúkrahúsinu í Hasaka. AFP
Rússnesk stúlka á sjúkrahúsinu í Hasaka.
Rússnesk stúlka á sjúkrahúsinu í Hasaka. AFP
Hin fimm ára Mariam er meðal barnanna á spítalanum.
Hin fimm ára Mariam er meðal barnanna á spítalanum. AFP
Fjöldi barna hafa hlotið hrikalega áverka sökum átakana.
Fjöldi barna hafa hlotið hrikalega áverka sökum átakana. AFP
AFP
AFP
AFP


mbl.is
Kantsteins og múrviðgerðir
Vertíðin hafin hafið samband í símum 551 4000. 6908000 á verktak@verktak.is e...
LÚGUSTIGAR - SMÍÐUM EFTIR MÁLI
Sérsmíðað, eigum á lager 68x85 og 55x113 Einnig Álstiga í op 45,7x56 eða stærra ...
Vor í Tungunum, Eyjasól ehf.
Nú er að skella sér í sumarbústað um helgina og eða næstu... Rúm fyrir 5-6. Tak...