Lést eftir ofnotkun áfengis og eiturlyfja

Liðsfélagar Skaggs minnast hans.
Liðsfélagar Skaggs minnast hans. AFP

Eiturlyf og áfengi voru í blóði Tylers Skaggs, kastara Los Angeles Angels-liðsins í bandarísku hafnaboltadeildinni, en hann fannst látinn á hótelherbergi 1. júlí. Dauði hans var slys.

Skaggs lést eftir að hann kafnaði í eigin ælu.

Rannsókn leiddi í ljós að fjölda ópíóðalyfja var að finna í Skaggs þegar hann lést, þar á meðal fentanyl og oxycodane. 

Fram kemur í yfirlýsingu frá fjölskyldu hans að lyfjanotkun hans hafi verið algjörlega úr karakter fyrir kastarann. Fjölskyldan þakkaði lögreglu enn fremur fyrir rannsókn málsins en sagðist ekki myndu unna sér hvíldar fyrr en það kæmi í ljós hver hefði útvegað Skaggs efnin.

Frétt BBC.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka