Framdi glæp vegna leiðinda

Citroën C3 þykir með liprari bifreiðum. Þetta eintak tengist málinu …
Citroën C3 þykir með liprari bifreiðum. Þetta eintak tengist málinu þó ekki með beinum hætti. mbl.is/Þorkell

81 árs gamall Breti, Ian Hemmens, hefur verið dæmdur í níu mánaða fangelsi fyrir að hafa aðstoðað meintan fíkniefnasala að flýja land. Hemmens, sem er fyrrverandi atvinnubílstjóri frá Chichester í Vestur-Sussex, mun hafa ekið manninum í öruggt skjól á bifreið sinni, af gerðinni Citroën C3. Hann gaf þá skýringu fyrir dómi að hann hefði tekið verkefnið að sér vegna þess að hann hefði verið einmana og þetta hefði gefið honum tækifæri til að spjalla við og hafa samskipti við fólk.

„Þú gerir þér grein fyrir því að þú varst notaður sem bílstjóri vegna þess að aldur þinn og atgervi eru ólíkleg til að vekja grunsemdir,“ sagði dómarinn við Hemmens. Hvorki datt né draup af gamla manninum þegar hann hlýddi á dómsuppkvaðninguna.

Talið er að téður fíkniefnasali heiti Mahamud Sami en hann er jafnframt grunaður um að stinga mann skömmu áður en hann stökk upp í bílinn hjá Hemmens. Sami leikur enn lausum hala og leitar Interpol hans nú logandi ljósi.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert