Leyniaðgangur Romney afhjúpaður

Mitt Romney.
Mitt Romney. AFP

Mitt Romney, fyrrverandi forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins og núverandi öldungadeildarþingmaður Utah, hefur greint frá því að hann noti aðgang á Twitter undir dulnefninu Pierre Delecto.

Í viðtali tímaritið The Atlantic í gær viðurkenndi Romney að hann notaði ónefndan Twitter-aðgang til að fylgjast með umræðum um bandarísk stjórnmál.

Romney greindi ekki frá því hver leynilegi Twitter-aðgangurinn væri. Bandaríska fréttasíðan Slate birti síðar grein þar sem því var velt upp hvort um Pierre Delecto væri að ræða. Aðspurður játaði Romney því.

Romney hefur verið mjög gagnrýninn á annan repúblikana; Donald Trump Bandaríkjaforseta. 

Eins og áður kom fram greindi Romney ekki frá leyniaðganginum í viðtalinu. Hann sagði hins vegar frá um 700 manns sem aðgangurinn fylgir á Twitter en þeirra á meðal eru blaðamenn, íþróttamenn og grínistar.

Trump var ekki einn þeirra sem Delecto fylgir á Twitter. Romney sagði í viðtalinu að forsetinn tísti of mikið og líkti honum við frænku sína á Instagram. „Ég elska hana en þetta er of mikið.“

Frétt BBC.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert