Foreldra ungra barna leitað í Árósum

Lögreglan spyr hvort einhver þekki þessi börn sem fundust við …
Lögreglan spyr hvort einhver þekki þessi börn sem fundust við bílastæðið Park Allé í Árósum um klukkan 18:30. Foto: Østjyllands Politi

Lögreglan í Árósum hefur lýst eftir foreldum eða einhverjum sem getur veitt upplýsingar um systkini, sem eru sennilega eins til þriggja ára gömul, sem fundust yfirgefin á verslunargötu í borginni í gærkvöldi. Ekkert hefur enn spurst til foreldra barnanna nú sólarhring síðar þrátt fyrir víðtæka leit. 

Systkinin fundust við rétt við bílastæði, drengurinn er tveggja til þriggja ára gamall en stelpan er sennilega rúmlega ársgömul. Í frétt Århus Stiftstidende kemur fram að drengurinn talar tungumál sem lögreglan skilur ekki. Nú síðdegis dreifði lögreglan myndum af börnunum í þeirri von að einhver kannist við þau. 

Stúlkan er með svart hár, er í svörtum stígvélum, bláum buxum og jakka og með bláa húfu. Drengurinn er einnig með svart hár, í svörtum stígvélum og buxum. 

Samkvæmt frétt danska ríkisútvarpsins telur lögregla að þau séu ættuð frá Austur-Evrópu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert