Einn handtekinn vegna afgönsku barnanna

Einn hefur verið handtekinn vegna tveggja afganskra barna sem skilin …
Einn hefur verið handtekinn vegna tveggja afganskra barna sem skilin voru eftir á bílastæði í Árósum á laugardagskvöld. Ljósmynd/Østjyllands Politi

Lögreglan á Austur-Jótlandi hefur handtekið einn vegna tveggja afganskra barna sem fundust yfirgefin á laugardagskvöld við fjölfarna götu í Árósum. 

Lögreglan gerði húsleit á nokkrum stöðum í gærkvöldi. Talið er að þrennt tengist málinu og hefur eitt þeirra verið handtekið. Michael Kjelgaard yfirlögregluþjónn segir í samtali við danska ríkisútvarpið að líklega hafi börnin verið í hópi fólks sem ekki er með dvalarleyfi í Danmörku. Lögreglan hefur komist í samband við fólk sem gæti þekkt til barnanna, sem eru tveggja og hálfs árs drengur og eins árs stúlka.

Börn­in eru í um­sjón fé­lags­mála­yf­ir­valda og eru þau við góða heilsu. Ekk­ert bend­ir til þess að þau hafi orðið fyr­ir áfalli þegar þau voru skilin eftir. 

Rannsókn lögreglu miðar nú að því að finna út hvernig þau komust til landsins og hver þau eru. Talið er að börnin tali af­gönsku með dari-hreim. Dari er annað af tveim­ur op­in­beru tungu­mál­um Af­gan­ist­an. Ekk­ert hef­ur spurst til for­eldra barn­anna. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert