Aðstoðinni slegið á frest skömmu eftir símtalið

AFP

Embættismaður innan fjárlagaskrifstofu Hvíta hússins beindi því til varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna að fresta því að veita aðstoð til úkraínska hersins, þegar ekki voru liðnar tvær klukkustundir frá umdeildu símtali Donalds Trumps Bandaríkjaforesta og Volodimírs Selenskís Úkraínuforseta hinn 25. júlí.

Þetta sýna tölvupóstar sem gerðir voru opinberir á laugardag. Þar sagði Michael Duffey, háttsettur embættismaður skrifstofunnar, kollegum sínum í Pentagon að Trump hefði öðlast persónulegan áhuga á aðstoðinni til Úkraínu og að hann hefði fyrirskipað að henni yrði slegið á frest. Duffey biður viðtakendurna enn fremur að halda póstinum vel leyndum á meðal þeirra sem þurfi að vita af beiðninni til að framfylgja henni.

Ýttu á eftir rannsóknum

Miðillinn Center for Public Integrity fékk tölvupóstana afhenta á grundvelli upplýsingalöggjafar, en þó hefur verið strikað yfir mikið af innihaldi þeirra.

Þeir varpa ljósi á það hvernig ríkisstjórn Trumps hélt eftir næstum 400 milljónum bandaríkjadala, sem fara áttu til aðstoðar úkraínskum stjórnvöldum, á sama tíma og forsetinn og nokkrir pólitískir bandamenn hans ýttu á eftir Selenskí að rannsaka andstæðingana í Demókrataflokknum.

Áhyggjur af ákvörðuninni

Í tölvupóstunum ber einnig á áhyggjum embættismanna í varnarmálaráðuneytinu vegna þessarar ákvörðunar, að því er segir í umfjöllun Washington Post. Hún væri mögulega í trássi við lög og einnig óviturleg, þar sem Úkraína reiddi sig á fjárhagsaðstoðina til að verjast áleitni nágranna sinna í Rússlandi.

Marc Short, starfsmannastjóri varaforsetans Mike Pence, tjáði fréttastofu NBC í gær að tímasetning tölvupóstsins sem sendur var eftir símtal forsetanna hefði verið tilviljun ein.

Mark Sandy, embættismaður frá fjárlagaskrifstofu Hvíta hússins sem bar vitni fyrir njósnamálanefnd þingsins í síðasta mánuði, tjáði þingmönnum þar að ákvörðun forsetans gæti hafa brotið lög sem sett voru árið 1974, en þau takmarka völd forsetans til að halda eftir fjárveitingum sem þingið hefur þegar samþykkt.

Sagði hann enn fremur að tveir embættismenn hefðu sagt upp, meðal annars vegna óánægju með ákvörðun forsetans.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »