Fjármálaráðherra Bretlands segir af sér

Sajid Javid sagði af sér í dag sem fjármálaráðherra Bretlands.
Sajid Javid sagði af sér í dag sem fjármálaráðherra Bretlands. AFP

Sajid Javid, fjármálaráðherra Bretlands, sagði af sér í dag, öllum að óvörum. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, vinnur að því þessa dagana að stokka upp í ríkisstjórninni. 

Javid líkaði ekki við þegar Johnson rak nokkra úr starfsliði hans og sagði hann „engan ráðherra með sjálfsvirðingu“ geta sætt sig við svona ástand. Því sagði hann af sér en hann hefur gegnt embættinu frá því í júlí þegar Johnson tók við embætti forsætisráðherra. Rishi Sunak, skrifstofustjóri fjármálaráðuneytisins, tekur við embætti fjármálaráðherra. 

Rishi Sunak, skrifstofustjóri fjármálaráðuneytisins, tekur við embætti fjármálaráðherra.
Rishi Sunak, skrifstofustjóri fjármálaráðuneytisins, tekur við embætti fjármálaráðherra. AFP

Fjórar vikur eru þar til ráðherrann þarf að skila nýrri fjármálaáætlun. 

Johnson rak nokkra ráðherra í dag, þar á meðal Julian Smith, sem fór með málefni Norður-Írlands, og Andreu Leadson viðskiptaráðherra. 

Þá sagði Geoffrey Cox ríkislögmaður, sem er ígildi ráðherraembættis, af sér í dag en hefur verið í embætti frá því í stjórnartíð Theresu May.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert