Ferðabann Trumps tekur gildi

Donald Trump. Fyrir aftan hann stendur Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna.
Donald Trump. Fyrir aftan hann stendur Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna. AFP

Ferðabannið sem Donald Trump setti á 26 þjóðir Evrópu til Bandaríkjanna, þar á meðal Ísland, hefur tekið gildi. Tilgangurinn er að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu kórónuveirunnar.

Trump lýsti í gær yfir neyðarástandi vegna veirunnar. Næstum tvö þúsund tilfelli hafa greinst í Bandaríkjunum og 43 hafa látið lífið.

Ef litið er á stöðuna í öðrum löndum vegna veirunnar þá hefur Nýja-Sjáland ákveðið að allir þeir sem koma til landsins frá og með miðnætti á sunnudag verði að fara í sóttkví í fjórtán daga.

Í Ástralíu er fjöldi tilfella kominn í 200 og þar hafa þrír látist, að sögn BBC

Í Suður-Kóreu var greint frá því að fleira fólk hefði jafnað sig af veirunni (204) heldur en fólk sem smitaðist. Þetta er annar dagurinn í röð sem þetta gerist þar í landi.

Heimildir innan ríkisstjórnar Bretlands herma að samkomubanni verði komið á um næstu helgi.

Kólumbía ætlar að loka landamærum sínum við Venesúela. Í Kína hefur dregið úr fjölda tilfella kórónuveirunnar og lætur hún í staðinn mest að sér kveða í Evrópu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert