Stórborgin orðin að draugaborg

Fyrst var það Wuhan. Svo bættist hver borgin við af annarri eftir að kórónuveiran hóf að breiðast út um heim allan. Stórborgin New York, sem iðar af mannlífi á venjulegum degi, hefur nú breyst í draugaborg. 

Götur borgarinnar eru tómar líkt og sjá má á myndskeiðinu hér að ofan. Veiran hefur náð hvað mestri útbreiðslu þar í borg, og í ríkinu öllu, þegar litið er til Bandaríkjanna allra. 1.031 er látinn af völdum veirunnar í landinu og alls hafa 68.572 smit verið staðfest. Aðeins nokkrum klukkustundum fyrr voru andlátin 827 talsins.

Auðar götur eru sjaldséð sjón í New York.
Auðar götur eru sjaldséð sjón í New York. AFP

Banda­rík­in eru nú kom­in í þriðja sætið, á eft­ir Kína og Ítal­íu hvað varðar fjölda smita í heim­in­um.

New York er orðin að draugaborg.
New York er orðin að draugaborg. AFP
Auðar götur í Williamsburg í Brooklyn.
Auðar götur í Williamsburg í Brooklyn. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert