Ástandið verður verra áður en það fer að batna

Boris Johnson á fjarfundi í morgun þar sem farið var …
Boris Johnson á fjarfundi í morgun þar sem farið var yfir stöðu mála varðandi útbreiðslu kórónuveirunnar. AFP

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segir að ástandið vegna útbreiðslu kórónuveirunnar muni versna áður en það fari að batna aftur. Þetta kemur fram í bréfi sem sent verður inn á hvert heimili í landinu.

Johnson, sem nú er í sjálfskipaðri einangrun eftir að hafa greinst með kórónusmit, segir að til harðari takmarkana geti komið. Í bréfinu er jafnframt farið yfir reglur og ráðleggingar varðandi samkomubann o.fl.

Samtals hafa 1.019 manns látist af völdum veirunnar í Bretlandi, þar af 260 manns í gær. Þá hafa 17.089 tilfelli af veirunni greinst í landinu.

Í bréfinu, sem fer inn á 30 milljón heimili í Bretlandi, segir Johnson að reynt hafi verið að grípa til réttra aðgerða á réttum tíma. „Við munum ekki hika við að ganga lengra ef ráðleggingar vísinda- og heilbrigðisstarfsfólks segja okkur að gera það,“ segir jafnframt í bréfinu.

Útgöngu­bann hef­ur verið í gildi í Bretlandi frá því á mánu­dags­kvöld og gild­ir til 13. apríl.  

mbl.is

Kórónuveiran

2. júní 2020 kl. 16:26
2
virk
smit
1794
hafa
náð sér
0
liggur á
spítala
10
eru
látnir