Kona ákærð í tengslum við morðið á hermanni

Vanessa Guillen hvarf frá herstöðinni þar sem hún vann um …
Vanessa Guillen hvarf frá herstöðinni þar sem hún vann um hábjartan dag. Ljósmynd/Bandaríski herinn

22 ára gömul kona hefur verið ákærð vegna hvarfs Vanessu Guillen, 20 ára hermanns frá Texas. Konan er sökuð um að hafa aðstoðað við aflima og grafa Guillen. 

Cecily Aguiler, 22 ára, á þá yfir höfði sér ákæru fyrir samsæri um að eiga við sönnunargögn. Síðast sást til Guillen 22. apríl á Fort Hood herstöðinni. Fyrr í vikunni fannst lík í Bell-sýslu sem talið er vera af Guillen.

Engin formleg kvörtun hafi borist

Yfirvöld í Fort Hood hafa sagt Aaron David Robinsson, 20 ára, vera grunaðan um morðið á Guillen. Samkvæmt BBC var Robinsson hermaður á Fort Hood líkt og Guillen, en hann famdi sjálfsvíg á þriðjudag. 

„Þegar lögregluþjónar reyndu að ná tali af hinum grunaða í Killeen, Texas, dró Robinson upp vopn og tók eigið líf,“ sagði Damon Phelps, fulltrúi hjá rannsóknardeild Bandaríkjahers. 

Fjölskylda Guillen hefur farið fram á það að rannsókn fari fram á Fort Hood herstöðinni. Þau segja að Guillen hafi orðið fyrir kynferðislegri áreitni af hálfu samstarfsfélaga síns, en yfirvöld segja að engin formleg kvörtun hafi borist.

Fylltu grafirnar með steypu

Í málshöfðun gegn Aguilar kemur fram að Robinson hafi viðurkennt fyrir henni að hafa myrt kvenkyns hermann á Fort Hood. Hann viðurkenndi að hafa barið Guillen til dauða með hamri í vopnabúri herstöðvarinnar áður en hann flutti líkið annað. Eftir hvarf Guillen í apríl fundust veski hennar, skilríki og lyklar í vopnabúrinu. 

Samkvæmt saksóknara reyndi Robinson að losa sig við lík Guillen og bað Aguilar um aðstoð. Þau hafi reynt að sundurlima líkið og grófu líkamsleifarnar í þrjár grafir. Þau sneru aftur skömmu síðar og fylltu grafirnar með steypu. 

Cecily Aguilar hefur verið ákærð fyrir samsæri um að eiga …
Cecily Aguilar hefur verið ákærð fyrir samsæri um að eiga við sönnunargögn. Ljósmynd/Lögreglan í Bell-sýslu
mbl.is