Lúkasjenkó ræðir við Pútín

Kona heldur á blóðugri mynd af Lúkasjenskó fyrir utan sendiráð …
Kona heldur á blóðugri mynd af Lúkasjenskó fyrir utan sendiráð Hvíta-Rússlands í Kænugarði í Úkraínu. AFP

Alexander Lúkasjenkó, forseti Hvíta-Rússlands, ætlar að ræða við Vladimir Pútín, forseta Rússlands, vegna mótmælanna sem hafa staðið yfir í landinu í kjölfar forsetakosninga um síðustu helgi.

„Árásargirnin í garð Hvíta-Rússlands heldur áfram. Við þurfum að hafa samband við Pútín, forseta Rússlands, til að ég geti rætt við hann núna,“ sagði Lúkasjenkó á fundi með ríkisstjórninni.

„Vegna þess að það er ekki bara verið að ógna Hvíta-Rússlandi.“

Vladimir Pútín Rússlandsforseti.
Vladimir Pútín Rússlandsforseti. AFP

Þúsundir manna hafa gengið um götur Hvíta-Rússlands og mótmælt yfirlýsingu Lúkasjenkó um að hann hafi unnið kosningarnar með 80 prósentum atkvæða.

Leiðtogi hví­trúss­nesku stjórn­ar­and­stöðunn­ar Svetl­ana Tik­hanovskaya, sem seg­ist hafa borið sigur úr býtum í kosningunum í land­inu, hef­ur hvatt til frek­ari mót­mæla gegn Lúka­sj­en­kó um helg­ina.

Hvíta-Rússland tengist Rússlandi meira en nokkurri annarri þjóð og mynda þær „sambandsríki“ þar sem samvinna ríkir í efnahags- og varnarmálum.

„Vernd Hvíta-Rússlands í dag snýst um að vernda allt svæðið, sambandsríkið og að sýna öðrum fordæmi,“ sagði Lúkasjenkó.

mbl.is

Bloggað um fréttina