Telja lík drengsins fundið

Ljósmynd frá vettvangi sem slökkviliðið birti.
Ljósmynd frá vettvangi sem slökkviliðið birti. AFP

Líkamsleifar barns hafa fundist sextán dögum eftir að fjögurra ára drengur hvarf ásamt móður sinni við hraðbraut á Sikiley.

Vi­vi­ani Parisi, 43 ára plötu­snúður og móðir drengsins, Gioele að nafni, sást síðast á lífi að morgni 3. ág­úst þegar hún klifraði yfir varn­argirðingu á hraðbraut á Sikiley eft­ir minni hátt­ar um­ferðarslys.

Hélt hún þá á drengnum í fanginu.

Fimm dög­um síðar fannst hún lát­in við há­spennu­mast­ur í skógi við bæ­inn Caronia. Ljós­mynd­ir af henni bros­andi með drenginn í fang­inu hafa prýtt forsíður ítalskra fjölmiðla og leitin að þeim mæðginum haldið þjóðinni hugfanginni þennan mánuð.

Morð, árás dýra eða kynferðisleg árás

Rannsakendur segjast í dag 99% vissir um að líkamsleifarnar séu drengsins. Þær fundust um 400 metrum frá staðnum þar sem lík móðurinnar fannst, samkvæmt umfjöllun BBC.

Saksóknarinn Angelo Cavallo segir að unnið sé eftir þremur tilgátum um hvernig andlát drengsins bar að; sem morð af hálfu móðurinnar áður en hún hafi svo svipt sig lífi, árás villtra dýra eða sem kynferðislega árás.

Andlát móðurinnar er þá einnig rannsakað sem ýmist slys, sjálfsvíg eða morð.

mbl.is