Fjórir særðir eftir hnífaárás í París

Franska lögreglan og hermenn á vettvangi í morgun.
Franska lögreglan og hermenn á vettvangi í morgun. AFP

Fjórir særðust, þar af tveir alvarlega, í hnífstunguárás í París skammt frá fyrrverandi húsnæði franska tímaritsins Charlie Hebdo.

Heimildarmaður sem tengist rannsókninni greindi AFP-fréttastofunni frá þessu.

Ástand tveggja fórnarlambanna er alvarlegt, að sögn lögreglunnar í París. Tveir eru grunaðir um árásina og hefur annar þeirra verið handtekinn. 

Rétt­ar­höld yfir 14 mann­eskj­um sem eru ákærðar fyr­ir að hafa aðstoðað víga­menn­ina sem réðust inn á rit­stjórn­ar­skrif­stof­ur Charlie Hebdo og mat­vörumarkað gyðinga í Par­ís í janú­ar 2015 hóf­ust fyrr í mánuðinum. 

Uppfært kl. 11:13:

Maðurinn sem var handtekinn er sá eini sem er grunaður um árásina. 

AFP
mbl.is