Hleypti móður sinni fram fyrir röðina

Juan Carlos Zevallos, lengst til vinstri, ásamt varaforseta Ekvadors, Mariu …
Juan Carlos Zevallos, lengst til vinstri, ásamt varaforseta Ekvadors, Mariu Alejandra Munoz, til hægri, fagna fyrstu 8.000 skömmtunum af bóluefni Pfizer/BioNTech sem bárust til landsins í janúar. AFP

Heilbrigðisráðherra Ekvadors, Juan Carlos Zevallos, sagði af sér embætti í dag vegna hneykslismáls í tengslum við bólusetningu við kórónuveirunni.

Zevallos hefur játað að móðir hans, 87 ára, og „þó nokkrir“ aðrir nánir honum hafi fengið hluta af þeim 42 þúsund skömmtum af bóluefni frá Pfiezer-BioNTech sem teknir höfðu verið frá fyrir heilbrigðisstarfsmenn og íbúa á dvalarheimilum aldraða.

Forseti landsins, Lenin Moreno, greindi frá afsögninni á Twitter og þakkaði Zevallos fyrir starf hans á meðan á faraldrinum hefur staðið. Bætti hann við að hann hefði „aðstoðað við að bjarga hundruð þúsunda mannslífa.“

Rannsókn stendur yfir á gjörðum Zevallos en hann gegndi embætti heilbrigðisráðherra í aðeins 11 mánuði.

mbl.is