Skemmtiferðaskipin leggja í hann að nýju

Farþegar flykkjast inn í Smeröldu sem liggur við höfn í …
Farþegar flykkjast inn í Smeröldu sem liggur við höfn í Savona. AFP

Ítölsku skemmtiferðaskipin sem tilheyra Costa Cruises leggja af stað að nýju í dag eftir fjögurra mánaða hlé vegna kórónuveirufaraldursins. Flaggskipið Costa Smeralda leggur í hann frá Savona í Ítalíu í dag eftir að hafa verið óheimilt að leysa landfestar síðan 20. desember síðastliðinn eftir að ítalska ríkisstjórnin bannaði siglingar skemmtiferðaskipa vegna faraldursins. 

Allir farþegar og starfsfólk munu undirgangast kórónuveiruskimun og verður grímuskylda um borð. Þá munu 1.500 farþegar sigla með Smeröldu en það er aðeins þriðjungur af þeim farþegafjölda sem skipið getur almennt tekið á móti. 

Bransi skemmtiferðaskipa hefur farið illa út úr faraldrinum en frá miðjum mars í fyrra og til september sama ár misstu 518.000 manns sem störfuðu innan geirans vinnuna.

mbl.is