Þrjú dæmd fyrir þátttöku í uppþoti án sönnunargagna

Aðgerðasinninn Joshua Wong er meðal þeirra sem hafa fengið dóma …
Aðgerðasinninn Joshua Wong er meðal þeirra sem hafa fengið dóma fyrir hlutverk þeirra í mótmælum í Hong Kong. AFP

Dómstóll í Hong Kong hefur dæmt þrjá einstaklinga fyrir að taka þátt í uppþoti í tengslum við mótmæli gegn stjórnvöldum þar í landi þrátt fyrir að engin sönnunargögn bentu til þess að einstaklingarnir hefðu tekið þátt í uppþotinu. Ríkisútvarpið í Hong Kong greinir frá þessu.

Dómarinn í málinu sagði að viðvera einstaklinganna við mótmælin hafi hvatt þátttakendur þess til árasa gegn lögreglunni, m.a. með bensínsprengjum sem beitt var gegn lögreglumönnum. Einnig taldi dómarinn að það væri engin tilviljun að einstaklingarnir hafi beðið við vettvangin á meðan barátta lögreglunnar og mótmælenda hélt áfram.

Dómarinn hélt áfram og sagði að einstaklingarnir þyrftu að mæta sömu refsingu og þeir sem hefðu tekið þátt í uppþotinu byggt á meginreglu dómstólsins á sameiginlegri refsingarskyldu. Einstaklingarnir voru dæmdir í fjögurra-og-hálfs ára fangelsisvistar en fengu dóminn mildaðan um nokkra mánuði.

Samkvæmt The Guardian hafa meira en tíu þúsund manns verið handtekin vegna mótmælanna sem fóru fram í októbermánuði 2019. Þeirra á meðal er aðgerðarsinninn Joshua Wong en hann hefur setið í fangelsi í tæplega eitt og hálft ár fyrir þátttöku hans í mótmælum fyrir utan höfuðstöðvar lögreglunnar í júnímánuði 2019. Sú seta verður ívið lengri en hann hefur verið dæmdur í tíu mánaða fangelsi fyrir hlutverk hans í minningarathöfn um fórnarlömb fjöldamorðanna á Tiananmentorgi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert