Féll út um glugga sendiráðsins í Berlín

Sendiráð Rússa sagði að andlát mannsins hefði verið hörmulegt slys.
Sendiráð Rússa sagði að andlát mannsins hefði verið hörmulegt slys. AFP

Der Spiegel greindi frá því í fyrradag að rússneskur sendiráðsfulltrúi hefði fundist látinn við sendiráð Rússlands í Berlín hinn 19. október síðastliðinn. Virtist sem maðurinn hefði dottið úr glugga á sendiráðsbyggingunni.

Þýska utanríkisráðuneytið staðfesti í gær að málið væri „á vitorði“ þess, en gaf engar frekari skýringar. Þá sagði rússneska sendiráðið að andlát mannsins hefði verið sorglegt slys. Búið væri að senda lík mannsins aftur heim til Rússlands í samráði við þýsk yfirvöld. Þá tók sendiráðið sérstaklega fram að „vangaveltur“ sem hefðu birst í nokkrum vestrænum fjölmiðlum um það hvernig andlát mannsins bar að höndum væru algjörlega rangar.

Í frétt Der Spiegel kom fram að maðurinn hefði verið næstráðandi skrifstofustjóra sendiráðsins. Hins vegar sagði í grein tímaritsins að þýsk yfirvöld teldu að maðurinn hefði einnig verið útsendari fyrir FSB, rússnesku leyniþjónustuna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert