Skylda alla eldri en fimm ára í bólusetningu

Ekvador er fyrsta ríki heims til að skylda alla íbúa …
Ekvador er fyrsta ríki heims til að skylda alla íbúa þess eldri en fimm ára til að fara í bólusetningu gegn Covid-19. AFP

Ekvador er fyrsta ríki heims til að skylda alla íbúa þess eldri en fimm ára til að fara í bólusetningu gegn Covid-19. 

69% íbúa Ekvador eru fullbólusettir og um 900 þúsund manns hafa fengið örvunarskammt en um 18 milljónir búa í ríkinu. Um 540 þúsund hafa greinst með veiruna og tæplega 34 þúsund hafa látist.

Einstaklingar með læknisfræðilegar ástæður geta fengið undanþágu frá bólusetningarskyldunni sagði heilbrigðisráðherra Ekvador í yfirlýsingu.

Tekur mið af stjórnarskránni 

Þá sagði hann að ákvörðunin taki mið af stjórnarskránni sem kveður á um að ríkið skuli tryggja réttinn til heilbrigðs lífernis.

Nú þegar skylda stjórnvöld fólk til að sýna bólusetningarvottorð til þess að fara á veitingastaði, í kvikmyndahús, verslanir og á aðra opinbera staði til þess að vinna gegn Ómíkron-afbrigðinu.

Bólusetning er skylda fyrir fullorðna í Tadsjikistan, Túrkmenistan, Indónesíu, Míkrónesíu og í Nýju-Kaledóníu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert