Lögreglumenn mótmæla bleikum grímum

Í bréfi til ríkislögreglustjóra sem birt var á netinu í …
Í bréfi til ríkislögreglustjóra sem birt var á netinu í síðustu viku, hvatti yfirmaður stéttarfélagsins, SAP, til aðgerða gegn því sem hann kallaði „vandræðalegt litaval á grímum“. AFP

Ítalskt lögreglustéttarfélag hefur mótmælt því að lögreglumenn fengu bleikar Covid-19 grímur til að nota við störf sín og telja grímurnar ekki passa við lögreglueinkennisbúninginn og myndi þar af leiðandi „hættu á að skaða ímynd stofnunarinnar“.

Í bréfi til ríkislögreglustjóra sem birt var á netinu í síðustu viku, hvatti yfirmaður stéttarfélagsins, SAP, til aðgerða gegn því sem hann kallaði „vandræðalegt litaval á grímum“.

Stefano Paoloni, framkvæmdastjóri SAP, sagði að lögreglumenn yrðu að tryggja að þeim yrði ekki skipað að starfa með grímur í lit sem á í hættu á að skaða ímynd stofnunarinnar.

Hann lagði til að lögreglumenn myndu fá að nota grímur í öðrum litum, t.d. hvítar, bláar eða svartar grímur sem að hann taldi að myndu passa mun betur við einkennisbúninginn, sem er að mestu leyti blár á litinn.

Segjast ekki hafa neitt á móti bleika litnum

Í bréfinu kemur meðal annars frem að stéttarfélagið SAP væri ekkert á móti bleika litinum í sjálfu sér en kröfðust þess að strangar reglur myndu gilda um einkennisbúning lögreglumanna.

Á Twitter skrifaði aðstoðarinnviðaráðherra Ítalíu, Teresa Bellanova, „að það væri ekkert ósæmilegt við það að klæðast litaðri grímu.“

„Virðing fyrir einkennisbúningum stafar ekki af litunum, heldur af hegðun starfsmannanna sem þeim klæðast,“ skrifaði Teresa.

mbl.is