Brú hrundi snemma í morgun í Pittsburgh í Bandaríkjunum nokkrum klukkustundum áður en Joe Biden Bandaríkjaforseti var væntanlegur til borginnar til að flytja ræðu varðandi billjón dala innviðauppbyggingu.
Frumvarp Biden um umfangsmikla innviðauppbyggingu hvað varðar samgöngu- og fjarskiptakerfi Bandaríkjanna var samþykkt í nóvember. Það kallar á útgjöld sem nema um þúsund milljörðum, þ.e. einni billjón, Bandaríkjadala.
Þrír voru fluttir á sjúkrahús eftir að brúin hrundi en meiðsli þeirra eru ekki alvarleg.
Atvikið vakti athygli vegna væntanlegra ræðuhalda Biden í borginni þar sem hann ætlaði að fjalla um tilraunir sínar til að efla efnahag Bandaríkjanna eftir kórónuveirufaraldurinn.
Jen Psaki, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, greindi frá því á Twitter að Biden vissi af atvikinu og muni halda sínu striki í dag.
Enn fremur er forsetinn og fylgdarlið tilbúið að veita alla þá aðstoð sem þurfa þykir vegna málsins.