Kallar eftir sniðgöngu Renault

AFP

Dmítró Kúleba, utanríkisráðherra Úkraínu, hefur kallað eftir sniðgöngu á vörum bifreiðaframleiðandans Renault. Renault hefur haldið starfssemi sinni í Rússlandi áfram þrátt fyrir innrás Rússa í Úkraínu, ólíkt mörgum öðrum alþjóðafyrirtækjum. 

„Renault neitar að yfirgefa Rússland. Ekki að það komi nokkrum á óvart að Renault styðji hrottalegt stríð í Evrópu. En mistök kosta, sérstaklega þegar þau eru endurtekin. Ég hvet viðskiptavini og fyrirtæki um heim allan að sniðganga Renault,“ tísti ráðherrann.

mbl.is