Að minnsta kosti 40 skipsverjar létust

Að minnsta kosti 40 skipverjar létust.
Að minnsta kosti 40 skipverjar létust. Ljósmynd/BBC

40 skipsverjar létust, nokkurra er enn saknað og enn fleiri eru særðir eftir að Moskva, flagg­skipi Rússa sökk í Svartahafi.

BBC hefur eftir rússneska dagblaðinu, Novaya Gazeta Europe, þar sem rætt var við móður eins skipsverjanna.

Varn­ar­málaráðuneyti Rússa tilkynnti að skipið hafi sokkið á fimmtu­dag­inn í óveðri þar sem eld­ur hafði komið upp í skip­inu.

Her Úkraínu hafði áður til­kynnt um að þeim hafi tek­ist að skjóta á skipið og sökkva því með svo­kölluðum Neptúnus­ar-eld­flaug­um.

Móðir skipverjans sagði í viðtalinu að sonur hennar hafi hringt í hana og sagði að þrjár eldflaugar hafi hæft skipið.

„Hann hringdi í mig og var grátandi yfir því sem hann sá. Það var skelfilegt,“ sagði móðirin og bætti við að sonur hennar hafi ekki gefið nákvæmari upplýsingar um hvað hann sá en að margir hafi misst útlimi. 

Dagblaðið nafngreinir ekki móðurina til þess að vernda hana en segist hafa heimildir fyrir því að sonur hennar hafi verið á skipinu.

Örlög skips­ins eru sögð bæði niður­læg­ing fyr­ir rúss­neska flot­ann sem og stórt högg á sam­stöðu og bar­áttu­anda Rússa.

Flaggskip Rússlands í Svartahafi, Moskva, sökk á fimmtudaginn.
Flaggskip Rússlands í Svartahafi, Moskva, sökk á fimmtudaginn. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert