Eldflaugaskotið tímasett fyrir heimkomu Bidens

Frá eldflaugaskotum Suður-Kóreu sem voru notuð sem andsvar við skotum …
Frá eldflaugaskotum Suður-Kóreu sem voru notuð sem andsvar við skotum nágrannanna í norðri. AFP

Yfirvöld í Norður-Kóreu skutu á loft þremur flugskeytum snemma í morgun að staðartíma, aðeins nokkrum klukkustundum eftir að Joe Biden Bandaríkjaforseti flaug frá Asíu. Grunur leikur á um að eitt flugskeytanna hafi verið svokölluð ICBM eldflaug, sem er bönnuð.

Norður-kóresk yfirvöld hafa á þessu ári ráðist í tæplega 20 tilraunir með flugskeyti. Í kjölfar tilraunarinnar í morgun svöruðu Suður-Kóreumenn í sömu mynt.

Tilraunir Norður-kóreskra yfirvalda með eldflaugar eru „ólöglegar og brjóta í bága við samþykktir öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna,“ sagði í yfirlýsingu frá suður-kóresku ríkisstjórninni eftir fund þjóðaröryggisráðs landsins.

AFP

„Klárlega tímasett fyrir heimkomu Bidens

Bandarísk stjórnvöld fordæmdu aðgerðir Norður-Kóreu í morgun.

Bannaða eldflaugin sem grunur leikur á um að Norður-Kóreumenn hafi skotið á loft í morgun er eins og áður segir af svo­kallaðri ICBM-gerð, en slík­ar flaug­ar geta ferðast þúsund­ir kíló­metra. Sameinuðu þjóðirn­ar hafa bannað Norður-Kór­eu að gera til­raun­ir með eld­flaug­ar og kjarn­orku­vopn og hafa beitt landið ströng­um refsiaðgerðum í kjöl­far fyrri til­rauna.

Biden fór frá Suður-Kóreu á sunnudaginn. Í ferð hans vöruðu bandarískir og Suður-Kóreskir embættismenn við því að Kim Jong-un leiðtogi Norður-Kóreu gæti gert kjarnorkutilraun á meðan Biden væri á svæðinu. 

Tilraunin var „klárlega tímasett fyrir heimkomu Bidens eftir heimsókn hans til Suður-Kóreu og Japan,“ sagði Park Won-gon, prófessor við Ewha háskóla, og bætti því við að Biden hefði ekki einu sinni lent í Bandaríkjunum.

Suður-Kóreumenn fylgjast með fréttum af norður-kóresku skotunum.
Suður-Kóreumenn fylgjast með fréttum af norður-kóresku skotunum. AFP

Bandaríkin klár í að bregðast við

Í heimsókn Bidens tilkynntu bandarísk og suður-kóresk stjórnvöld að þau ætluðu sér að skoða að auka við sameiginlegar heræfingar sem dregið hafði verið úr í kórónuveirufaraldrinum.

„Mótmæli Norður-Kóreu gegn þessum tilkynningum komu fram með eldflaugaskotum,“ sagði Park. 

Á síðasta degi sínum í Seúl, höfuðborg Norður-Kóreu, sagði Biden fréttamönnum að hann hefði aðeins stutt skilaboð til Kim: „Halló. Punktur.“

Hann bætti því við að Bandaríkin væru „viðbúin öllu sem Norður-Kórea gerir.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert