Emmanuel Macron, forseti Frakklands, Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, og Mario Draghi, forsætisráðherra Ítalíu, eru á leið til Kænugarðs, höfuðborgar Úkraínu, þar sem þeir munu funda með Volodimír Selenskí, forseta Úkraínu.
Í frétt AFP kemur fram að leiðtogarnir hafi farið frá Póllandi með lest í morgun og fari þaðan yfir landamærin til Úkraínu.
Er þetta í fyrsta skipti sem leiðtogarnir hittast frá því að innrás Rússa í Úkraínu hófst í lok febrúar.
Ekki var greint formlega frá heimsókninni og er tilgangur hennar eingöngu sagður vera sá að sýna úkraínsku þjóðinni stuðning í baráttunni við innrás Rússa.