Hafa endurheimt fimm svæði í Kerson

Úkraínskur hermaður í héraðinu Dónetsk.
Úkraínskur hermaður í héraðinu Dónetsk. AFP/Anatolii Stepanov

Úkraínumenn segjast hafa endurheimt fimm byggðir í héraðinu Kerson í suðurhluta Úkraínu. Gagnsókn úkraínskra hersveita hefur haldið áfram þrátt fyrir umfangsmiklar flugskeytaárásir á landið fyrr í vikunni.

Fram kemur í tilkynningu frá úkraínska forsetaembættinu að stórskotaárásir Rússa haldi áfram af fullum krafti á úkraínsku hersveitirnar í von um að stöðva gagnsóknina, sem hófst í suðri seint í ágúst.

Eftir að hafa náð næstum því fullri stjórn á héraðinu Karkív í norðausturhluta Úkraínu hafa úkraínskar hersveitir endurheimt sífellt stærra landsvæði í austri og suðri.

Á fimmtudaginn sögðust Úkraínumenn hafa endurheimt rúmlega 400 ferkílómetra svæði í Kerson á innan við viku. Áður höfðu rússnesk stjórnvöld lýst því yfir að þau hefðu innlimað héraðið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert