Boða umfangsmikil verkföll í Þýskalandi

Starfsfólk stéttarfélaganna krefst þess að fá hærri laun til að …
Starfsfólk stéttarfélaganna krefst þess að fá hærri laun til að mæta þeim verðbólguáhrifum sem hafa étið kaupmátt þeirra. AFP

Þýsku stéttarfélögin Verdi og EVG hafa boðað umfangsmikil verkföll sem munu lama samgöngur í landinu. 

Starfsfólk félaganna, sem krefjast hærri launa vegna síhækkandi verðbólgu, munu leggja niður störf næsta mánudag að óbreyttu.

Þýskaland er stærsta hagkerfi Evrópu og bætast verkföllin í hóp annarra aðgerða sem stéttarfélög hafa boðað að undanföru í sinni baráttu fyrir bættum kjörum félagsmanna.  

Aðgerðirnar sem voru kynntar í dag munu hafa áhrif á flugvelli, hafnir, lestarsamgöngur, rútuferðir og jarðlestar. 

mbl.is