Þrír létust í Kænugarði í nótt

Barnið sem lést var fætt árið 2012.
Barnið sem lést var fætt árið 2012. AFP/Sergei Supinsky

Að minnsta kosti þrír létust í loftárás Rússa á Kænugarð í Úkraínu í nótt, þar á meðal eitt barn. 

Rússar hafa gert fjölda árása á höfuðborgina undanfarið, þar á meðal loftárás sem var gerð að degi til á mánudag. 

Árásin í nótt hófst um þrjúleytið að staðartíma. Auk þeirra sem létust særðust að minnsta kosti tólf manns. 

Hermálastjórn Kænugarðs greindi frá því á Telegram að barnið sem lést hafi verið fætt árið 2012. 

Dóttir og barnabarn konunnar á miðri mynd létust í árásinni.
Dóttir og barnabarn konunnar á miðri mynd létust í árásinni. AFP/Sergei Supinsky
mbl.is