Verkfall á sama tíma og iPhone 15 var kynntur

Tuttugu Apple verslanir eru í Frakklandi.
Tuttugu Apple verslanir eru í Frakklandi. Ljósmynd/AFP

Starfsfólk í verslunum Apple í Frakklandi hóf verkföll í dag, sama dag og Apple hugðist kynna nýjustu símaafurð sína iPhone 15 til leiks. Formleg sala á símanum hefst á föstudag.

Apple hefur mátt þola útreið í Frakklandi að undanförnu eftir að stjórnvöld bönnuðu sölu á iPhone 12 símum vegna óvenju hárrar geislunar frá tækjunum.

Þá er iPhone 15 sá fyrsti úr ranni fyrirtækisins sem þarf að lúta reglum Evrópusambandsins um að að geta tekið við hvers kyns hleðslutækjum fremur en að geta einungis tekið við Apple hleðslutækjum.

Starfsfólk fyrirtækisins krefst 7% launahækkunar en hefur til þessa einungis boðist 4,5% hækkun sem verkalýðsfélög segja of lága búbót sökum hækkandi kostnaðar heimila.

Tuttugu útibú eru frá Apple víðs vegar í Frakklandi. Talsmenn verkalýðsfélaga segja að útganga starfsfólks sé til að vekja athygli á málinu. Ekki sé hugmyndin meina fólki inngöngu í verslanir.

mbl.is
Loka