Þrír særðir eftir stunguárás í skóla í Finnlandi

Finnska lögreglan.
Finnska lögreglan. AFP

Þrír nemendur voru stungnir í grunnskóla í Pirkkala í suðvesturhluta Finnlands í morgun. Hinn grunaði, nemandi við skólann, var handtekinn skömmu síðar, að sögn lögreglu.

Hinir særðu hlutu ekki lífshættulega áverka að sögn Ninu Juurakko, talsmanns lögreglunnar, í samtali við AFP-fréttaveituna og bætir því við að lögreglan sé að rannsaka fréttir fjölmiðla um að nemandinn hafi beint árásunum að stúlkum í skólanum.

Talið er að í skólanum séu um 1.250 nemendur, allt frá leikskóla upp í níunda bekk. Þar starfa um 150 kennarar og annað starfsfólk. Ekki er vitað um aldur þeirra sem særðust í árásinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert