Einn enn í haldi vegna líkamsárásar

Lögreglan handtók fjóra í kjölfar árásarinnar.
Lögreglan handtók fjóra í kjölfar árásarinnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Einn sætir enn gæsluvarðhaldi vegna grófrar líkamsárásar á dyravörð fyrir utan skemmtistaðinn Shooters í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt 26. ágúst. Öðrum hefur verið sleppt úr haldi, að sögn Margeirs Sveinssonar aðstoðaryfirlögregluþjóns.

Gæsluvarðhald yfir þremur mönnum rann út 7. september, þeim fjórða hafði verið sleppt fyrr, en lögreglustjóri gerði kröfu um áframhaldandi gæsluvarðhald, til fjögurra vikna, yfir einum aðila vegna almannahagsmuna, og staðfesti Landsréttur varðhaldið.

Lýst var eftir tveimur mönnum til viðbótar við rannsókn málsins, en að sögn Margeirs hefur ekki tekist að ná í mennina tvo. Að öðru leyti miðar rannsókn málsins vel.

Ráðist var á tvo dyraverði við skemmtistaðinn Shooters með þeim afleiðingum að annar þeirra hlaut alvarleg meiðsli. Lögreglan handtók fjóra vegna málsins. Einum var sleppt eftir nokkurra daga varðhald og hinum tveimur síðastliðinn föstudag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert