Vallarstjórinn hefur áhyggjur af spánni

Starfsmenn Laugardalsvallar unnu að því hörðum höndum um helgina að …
Starfsmenn Laugardalsvallar unnu að því hörðum höndum um helgina að verja grasið fyrir snjónum. Ljósmynd/Kristinn V. Jóhannsson

„Völlurinn er í ágætis standi. Við erum með góða leikáætlun og ef við vinnum eftir henni og lukkan verður með okkur í liði hef ég trú á því að við getum boðið upp á fínar aðstæður til knattspyrnuiðkunar,“ segir Kristinn V. Jóhannsson, vallarstjóri Laugardalsvallar, í Morgunblaðinu í dag.

Vallarstarfsmenn vinna nú að því að gera völlinn leikfæran fyrir umspilsleik gegn Rúmeníu í undankeppni EM karla í knattspyrnu sem fer fram 26. mars.

Dúkur var settur yfir völlinn síðastliðinn föstudag til að verja grasið fyrir úrkomu. Í byrjun mars kemur til landsins sérstakur hitadúkur til að ná bleytu úr vellinum og minnka rakastigið. Kristinn segir að næstu tíu dagar séu afar mikilvægir fyrir framhaldið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert