Rannsókn vegna brunans hefst síðdegis

Slökkviliðið þurfti að rjúfa þakið á Hafnarstræti 37 í gærkvöldi.
Slökkviliðið þurfti að rjúfa þakið á Hafnarstræti 37 í gærkvöldi. mbl.is/Margrét Þóra

Slökkvilið afhenti lögreglu vettvang brunans við Hafnarstræti 37 á Akureyri klukkan 10 í morgun. Að sögn Bergs Jónssonar hjá rannsóknardeild lögreglunnar á Akureyri er rannsókn málsins á frumstigi.

Von er á tæknideild lögreglunnar til Akureyrar síðdegis í dag og hefst þá vettvangsrannsókn. Auk þess kemur að rannsókninni fulltrúi frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.

Lögreglu hafa ekki borist frekari fregnir af líðan mannsins sem fannst meðvitundarlaus í húsinu og var fluttur með sjúkraflugi Mýflugs til Reykjavíkur og á Landspítalann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert