Býst við fleiri smitum í tengslum við Rangá

„Ég býst alveg við því að smitin eigi eftir að …
„Ég býst alveg við því að smitin eigi eftir að verða fleiri,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Ljósmynd/Lögreglan

Átta smit sem greindust í gær og voru tilkynnt í dag tengjast smiti hjá starfsmanni á Hótel Rangá, að sögn sóttvarnalæknis sem býst við því að fleiri smit sem hópsýkingunni tengjast eigi eftir að koma í ljós. Mikill fjöldi þarf að fara í sóttkví en ekki er ljóst hversu margir þurfa að sæta sóttkví eins og staðan er núna. 

„Ég býst alveg við því að smitin eigi eftir að verða fleiri,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. „Það er mikill fjöldi sem tengist þessum einstaklingum sem er hér í bænum líka og víða.“

Þórólfur segist aðspurður ekki vita hvort fólkið sé allt búsett erlendis en auk starfsmannsins eru sjö gestir smitaðir. 

Niðurstaðna úr raðgreiningu beðið

Niðurstöður úr raðgreiningu liggja ekki fyrir og segir Þórólfur því ekki ljóst hvort um sé að ræða annað afbrigði af veirunni en það sem hefur hingað til gengið á milli fólks í annarri bylgju.

All­ir starfs­menn hót­els­ins fóru í skimun í morg­un en þeir eru um 30 tals­ins. Þá eru flest­ir starfs­mann­anna í sótt­kví. 

Rík­is­stjórn­in fékk að vita í morg­un að stærst­ur hluti henn­ar teld­ist til ytri hrings hugs­an­legs smit­hóps í tengsl­um við Hót­el Rangá, þar sem rík­is­stjórn­in snæddi há­deg­is­verð síðastliðinn þriðju­dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert