Færa verkefni og ábyrgð á fleiri hendur

Willum Þór Þórsson er heilbrigðisráðherra.
Willum Þór Þórsson er heilbrigðisráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lagt er til að níu manna farsóttanefnd taki að nokkru leyti við verkefnum sóttvarnalæknis og komi með tillögur til heilbrigðisráðherra um beitingu veigamestu opinberu sóttvarnaráðstafana vegna samfélagslega hættulegra sjúkdóma í drögum að frumvarpi til nýrra sóttvarnalaga, sem lagt hefur verið fram til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda.

Eins og fram kom þegar áform um frumvarpið voru kynnt fyrr í vetur er einnig lagt til að sóttvarnalæknir verði framvegis skipaður af ráðherra eins og landlæknir og aðrir forstöðumenn stofnana samhliða því að ábyrgð hans á framkvæmd sóttvarna heyri beint undir yfirstjórn ráðherra en ekki landlækni. Fær sóttvarnalæknir heimild til að kveða sér til ráðgjafar sérfræðinga verði frumvarpið að lögum en sóttvarnaráð verði lagt niður.

Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.

Sérstakt markmiðsákvæði sett

Starfshópur heilbrigðisráðherra samdi drögin og kemur fram í skilabréfi hópsins að skoðað var hvort rétt væri að aðskilja að fullu embætti sóttvarnalæknis og landlæknis en fallið var frá því. „Þess í stað er í frumvarpinu lagt til að ábyrgð á sóttvarnamálum færist alfarið til sóttvarnalæknis undir yfirstjórn ráðherra í stað þess að embætti landlæknis sé formlegur milliliður,“ segir í skilabréfinu.

Setja á sérstakt markmiðsákvæði í sóttvarnalög og taka á upp stigskiptingu sjúkdóma, þ.e. smitsjúkdóma, alvarlega sjúkdóma og samfélagslega hættulega sjúkdóma, og komi þá mismunandi heimildir til greina þegar glímt er við hvern og einn sjúkdóm.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert