Elstu fálkar verða um 15 ára gamlir

Fálki.
Fálki. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Fjallað er um líftölur íslenskra fálka í nýlegri grein í vísindatímaritinu PeerJ eftir vistfræðingana Frédéric Barraquand og Ólaf K. Nielsen. Greint er frá þessu á heimasíðu Náttúrufræðistofnunar og segir þar að þetta sé í fyrsta sinn sem mat er lagt á lífslíkur fálka hér á landi en rannsóknirnar byggðust á merkingum og endurheimtum merktra fugla.

Niðurstöður sýna að lífslíkur fullorðinna fálka voru að meðaltali 83% en 40% hjá ungum fuglum. Mikill breytileiki er í því hvað fuglarnir verða gamlir, þeir sem lengst lifa verða um það bil 15 ára gamlir en reiknaður meðallífaldur er einungis um átta ár. Þetta skýrist mögulega af tíðum dauðsföllum af mannavöldum en t.d. var fjórðungur röntgenmyndaðra fálkahræja með högl í sér. Lífslíkur ungra fugla eru um helmingi lægri en lífslíkur fullorðinna fugla og það kom á óvart í rannsókninni að lífslíkur ungra fálka virðast hvorki tengjast veðri né þéttleika rjúpunnar, segir á heimasíðu Náttúrufræðistofnunar.

Nánar má lesa um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert