Búa til 12 þúsund rúmmetra lón í Bláfjöllum

Dúkurinn lagður í botn lónsins.
Dúkurinn lagður í botn lónsins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Unnið er á fullu að framkvæmdum við snjóframleiðslukerfi í Bláfjöllum. Búið er að bora rúmlega 350 metra niður og verið er að klára rúmlega 12 þúsund rúmmetra lón.

Áætlað er að framkvæmdum verði lokið í lok október.

Fyrsta flokks kerfi

Einar Bjarnason, rekstrarstjóri Bláfjalla, segir að um sé að ræða fyrsta flokks kerfi.

„Dælt verður beint úr lóninu í lögn sem búið er að mestu að leggja í öll fjöll. Á lögninnni verða stútar með 70 metra millibili og snjóframleiðslubyssurnar verða tengdar við þá.

Byssurnar eru allar með veðurstöð og eru alsjálfvirkar,“ segir Einar en bætir því við að alltaf verði tveir starfsmenn á vakt sem hafa það hlutverk að fylgjast með, færa til byssur og snúa þeim.“

Áætlað er að framkvæmdum verði lokið í lok október.
Áætlað er að framkvæmdum verði lokið í lok október. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Snjór tryggður allan veturinn

Segir Einar um algjör straumhvörf í starfsemi Bláfjalla að ræða en aldrei hefur snjór verið framleiddur þar áður.

„Við ættum að geta opnað einhverjar brekkur eftir þrjá til fimm daga í framleiðslu. Við erum líklegast búin að tryggja okkur snjó allan veturinn öll ár.

Við höfum lent í geggjuðum vetrum með frosti nær allan veturinn en fengið mjög litla úrkomu. Ef að líkum lætur verður hægt að opna um miðjan nóvember eða í byrjun desember og hægt verður að halda opnu alveg út apríl,“ segir Einar.

Segir Einar um algjör straumhvörf í starfsemi Bláfjalla að ræða …
Segir Einar um algjör straumhvörf í starfsemi Bláfjalla að ræða en aldrei hefur snjór verið framleiddur þar áður. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Mikil tilhlökkun

Framkvæmdum miðar vel að sögn rekstrarstjórans en búið er að grafa 95% af lögnum í jörð og verið er að reisa dæluhúsið en á mánudaginn koma menn að utan til að raða inn í það. Þá er allt rafmagn komið í jörðu og allir kaplar komnir upp en það á enn eftir að tengja nær alla stútana.

Einar er mjög spenntur fyrir vetrinum og vonast til að starfsfólk geti farið að æfa sig á kerfinu í byrjun nóvember.

„Við hlökkum mikið til vetrarins. Þetta verður hrikalega gaman.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert