Landris heldur áfram

Horft til suðurs með Grindavíkurvegi. Reykurinn úr Svartsengi liðast til …
Horft til suðurs með Grindavíkurvegi. Reykurinn úr Svartsengi liðast til vesturs og í bakgrunni hvílir fjallið Þorbjörn. mbl.is/Hákon

Landris við Þorbjörn á Reykjanesskaga heldur áfram á sama hraða. Engin skýr merki eru um að kvika sé að færast nær yfirborði.  

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofunni.

Kort sem sýnir skjálftavirknina á Reykjanesskaga frá miðnætti 5. nóvember.
Kort sem sýnir skjálftavirknina á Reykjanesskaga frá miðnætti 5. nóvember. Kort/Veðurstofan

Ekki breyting á staðsetningu kvikunnar

Í tilkynningunni segir að búið sé að keyra ný líkön til að áætla staðsetningu kvikuinnskotsins. Þau líkön bendi ekki til neinna breytinga á staðsetningu kvikunnar sem liggi á um 4-5 km dýpi norðvestur af Þorbirni.

Enn fremur segir að á meðan að kvikusöfnunin haldi áfram megi gera ráð fyrir skjálftavirkni á Reykjanesskaga. Það sé vegna þess að kvikuinnskotið valdi aukinni spennu á svæðinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert