Sólin skein skært í vetur

Sólskinsdagur við Austurvöll.
Sólskinsdagur við Austurvöll. mbl.is/Íris Jóhannsdóttir

Veturinn hefur verið sólríkur í Reykjavík. Þar mældust sólskinsstundirnar í vetrarmánuðunum fjórum 313,5 sem er 106,5 stundum yfir meðallagi áranna 1991 til 2020. Þetta er 4. sólríkasti veturinn í Reykjavík frá upphafi mælinga, en veturna 1947, 2023 og 1966 var sólríkara.

Á Akureyri mældust sólskinsstundir vetrarins 134, sem er 15,4 stundum yfir meðallagi áranna 1991 til 2020. Þetta kemur fram í tíðarfarsyfirliti Veðurstofunnar.

Svonefndur veðurstofuvetur nær til mánaðanna desember til mars og nú hefur vorið tekið við hjá Veðurstofunni. Veturinn 2023 til 2024 telst hafa verið nokkuð hagstæður. Það var tiltölulega hægviðrasamt og tíð góð. Illviðri voru með færra móti.

En það hefur verið fremur kalt og hiti var vel undir meðallagi um land allt. Veturinn var þurr og sólríkur suðvestanlands en það var úrkomusamara á norðanverðu landinu, þá sérstaklega í febrúar og mars.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert