Staðan mun bara versna ef ekkert verður að gert

Ferðamenn taka myndir við Höfða.
Ferðamenn taka myndir við Höfða. mbl.is/Eyþór

Dvalarlengd ferðamanna á Íslandi er að styttast og neysla þeirra á landinu er að minnka.

Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir að þróunin hafi verið að eiga sér stað um árabil. Nefnir hann að Ísland hafi fallið niður um 10 sæti á milli áranna 2021-2023 í skýrslu World Economic Forum sem mælir samkeppnishæfni áfangastaða í 119 löndum.

Segir Jóhannes að horfa megi til neikvæðrar umfjöllunar fjölmiðla erlendis um Ísland, t.a.m. varðandi jarðhræringar á Reykjanesskaga. Telji sumt fólk því landið vera hættulegt og fer í fjölskylduferðir annað. Hefur t.d. sést að nú sé um 10-15% lakari bókunarstaða á gististöðum landsins miðað við sama tíma í fyrra.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert