Dauðarefsingar

Ekki tekinn af lífi fyrr en í september

12.7. Aftöku morðingjans Scott Dozier hefur verið frestað í 60 daga hið minnsta, eftir að dómari tók kröfu lyfja­fyr­ir­tæk­is­ins Al­vo­gen til greina. Alvogen og fangelsisyfirvöld í Nevada munu mæta aftur í dómsal 10. september þar sem málið verður tekið fyrir. Meira »

Aftökunni í Nevada frestað

11.7. Aftöku fangans Scott Dozier í Nevada-ríki í Bandaríkjunum hefur verið frestað, eftir að dómari í ríkinu tók kröfu lyfjafyrirtækisins Alvogen til greina, en eins og mbl.is hefur greint frá í dag átti að nota lyf sem fyrirtækið framleiðir í banvænan lyfjakokteil við aftökuna. Meira »

Selja ekki lyf beint til fangelsa

11.7. „Það er skýr stefna fyrirtækisins að selja ekki lyf sem þessi beint til fangelsismálastofnana og notkun lyfsins er því gegn okkar vilja,“ segir Halldór Kristmannsson, framkvæmdastjóri hjá lyfjafyrirtækinu Alvogen. Meira »

Alvogen í mál vegna aftöku

11.7. Lyfjafyrirtækið Alvogen hefur höfðað mál gegn Nevada-ríki til þess að koma í veg fyrir að ríkið noti eitt af lyfjum þess við aftöku síðar í dag. Taka á Scott Dozier af lífi með lyfjablöndu sem aldrei hefur verið notuð áður við aftökur. Meira »

Sjö úr sértrúarsöfnuði teknir af lífi

6.7. Leiðtogi japanska safnaðarins Æðsta sannleiks, Shoko Asahara, var tekinn af lífi í dag ásamt sex öðrum úr söfnuðinum.   Meira »

Fyrsta aftakan í níu ár

19.6. Dæmdur morðingi á þrítugsaldri var tekinn af lífi í Taílandi í gær en þetta er fyrsta aftakan þar í landi síðan árið 2009. Theerasak Longji, sem var 26 ára gamall, var tekinn af lífi með banvænni sprautu en hann var dæmdur til dauða fyrir sex árum. Meira »

48 teknir af lífi á 4 mánuðum

26.4. Yfirvöld í Sádi-Arabíu hafa tekið 48 af lífi undanfarna fjóra mánuði. Helmingur þeirra hafði ekki framið ofbeldisglæp en gerst sekur um fíkniefnalagabrot. Meira »

83 ára fangi tekinn af lífi

20.4. Walter Moody, sem var 83 ára gamall, var tekinn af lífi í Alabama í nótt og er þar með elsti fanginn sem hefur verið tekinn af lífi í Bandaríkjunum frá því dauðarefsingar voru teknar upp að nýju. Meira »

Tekinn af lífi í október en móður tilkynnt nýlega

7.3. Yfirvöld í Hvíta-Rússlandi hafa tekið dæmdar morðingja af lífi en ríkið er það eina í Evrópu sem beitir dauðarefsingum. Mannréttindasamtökin Viasna greina frá þessu í dag. Meira »

Morðingi tekinn af lífi í Texas

31.1. Bandaríkjamaður á sjötugsaldri var tekinn af lífi í Texas í nótt fyrir að hafa myrt unnustu sína á hrottalegan hátt. Þegar hann framdi morðið árið 1999 var hann á skilorði vegna dóms sem hann hlaut fyrir að myrða eiginkonu sína. Meira »

Fimm teknir af lífi í Egyptalandi

2.1. Fimm fangar voru teknir af lífi í Egyptalandi í morgun en fjórir þeirra voru dæmdir til dauða fyrir sprengjutilræði í Kaíró árið 2015. Sá fimmti var dæmdur til dauða fyrir glæpi sem ekki eru nánar tilgreindir. Meira »

Svíi tekinn af lífi í Írak

15.12. Sænska utanríkisráðuneytið hefur harðlega gagnrýnt ákvörðun íraskra yfirvalda að taka mann með sænskan ríkisborgararétt af lífi við sendiherra Íraks í Svíþjóð. Meira »

Tóku 38 fanga af lífi

14.12. Yfirvöld í Írak hengdu 38 liðsmenn vígasamtakanna Ríki íslams og al-Qaeda í borginni Nasiriyah í morgun. Mennirnir voru dæmdir til dauða fyrir þátttöku í hryðjuverkastarfsemi. Meira »

Dauðarefsingar teknar upp aftur

10.11. Dauðarefsingin verður tekin upp á nýjan leik í Nebraska-ríki í Bandaríkjunum en henni hefur ekki verið beitt þar í tvo áratugi. Til stendur að taka karlmann af lífi með nýrri blöndu af banvænum lyfjum sem ekki hefur verið prófuð áður. Meira »

Forsetinn fordæmir aftöku

9.11. Forseti Mexíkó, Enrique Peña Nieto, hefur fordæmt aftöku á Mexíkóa sem var tekinn af lífi í Texas í gær. Maðurinn, Rubén Cárdenas Ramírez 47 ára, var dæmdur til dauða fyrir morðið á 16 ára gamalli frænku sinni fyrir 20 árum. Meira »

Stokkhólmsbúi dæmdur til dauða

25.10. Sænsk yfirvöld gagnrýna harkalega ákvörðun íranskra dómstóla um að dæma prófessor við Karolinska Institute til dauða. Dauðadómurinn var staðfestur í gær en prófessorinn, Ahmadreza Djalali, hefur verið í haldi síðan í apríl í fyrra. Meira »

Skiptir líf svartra máli?

27.9. Hæstiréttur Bandaríkjanna frestaði óvænt aftöku svarts manns sem taka átti af lífi í Georgíu. Maðurinn var dæmdur til dauða fyrir morð. Meira »

Fagnaðarlæti við aftöku

20.9. Mikil fagnaðarlæti brutust út þegar maður var hengdur opinberlega í Íran í morgun. Maðurinn var dæmdur fyrir að hafa nauðgað og drepið sjö ára gamla stúlku. Meira »

Kynþáttahatari sá næsti sem deyr

24.8. Hvítur kynþáttahatari, Mark Asay, verður tekinn af lífi í Flórída í kvöld fyrir að hafa myrt tvo svarta menn vegna kynþáttar þeirra. Um fyrstu aftökuna í ríkinu er að ræða í 19 mánuði. Lyfjablandan sem verður notuð við aftökuna hefur aldrei verið notuð við aftöku í Bandaríkjunum áður. Meira »

Aftöku frestað með 4 tíma fyrirvara

22.8. Eric Greitens, ríkisstjóri Missouri, frestaði í dag aftöku manns sem taka átti af lífi fyrir að drepa konu er hann braust inn á heimili hennar. Aftakan átti að fara fram í dag, en lögfræðingur mannsins, Marcellus Williams, segir nýlega DNA-rannsókn sanna sakleysi Williams. Meira »

Houdini réttarkerfisins tekinn af lífi

26.5.2017 Tommy Arthur, 75 ára, var tekinn af lífi seint í gærkvöldi í Alabama eftir að hæstiréttur Bandaríkjanna heimilaði aftökuna. Þetta var í áttunda skipti sem dauðadómur hans kom til kasta dómstólsins. Í sjö skipti tókst Arthur að komast undan aftöku og fékk vegna þess viðurnefnið „Houdini“. Meira »

Biður um aftökusveit í stað lyfja

13.5.2017 Fangi sem bíður aftöku í Georgíu í Bandaríkjunum hefur óskað eftir því að vera leiddur fyrir aftökusveit fremur en að fá banvæna sprautu því hann óttast að aftaka með lyfjagjöf reynist honum of kvalafull. Meira »

Fjórða aftakan á viku

28.4.2017 Fjórði fanginn á aðeins viku var tekinn af lífi í Arkansas í nótt en yfirvöldum í ríkinu er mikið í mun að ljúka af sem flestum aftökum áður en lyfið sem notað er til þess að drepa fangana rennur út. Meira »

Aftökur á færibandi í Arkansas

25.4.2017 Yfirvöld í Arkansas tóku tvo af lífi í nótt enda mikið í mun að ljúka aftökum af áður en lyfin sem notuð eru við aftökur renna út í næstu viku. Er þetta í fyrsta skipti í 17 ár sem tveir fangar eru teknir af lífi á sama tíma í Bandaríkjunum. Meira »

Fyrsta aftakan í Arkansas í 12 ár

21.4.2017 Yfirvöld í Arkansas-ríki í Bandaríkjunum hafa framkvæmt sína fyrstu aftöku í rúman áratug, þrátt fyrir að þau hafi verið gagnrýnd fyrir að flýta dauðarefsingum þó nokkurra fanga. Meira »

Bannar níu aftökur í Arkansas

15.4.2017 Alríkisdómari í Arkansas-ríki kom í dag í veg fyrir áætlanir yfirvalda í ríkinu um taka nokkra fanga af lífi. Vísar dómarinn til stjórnarskrá Bandaríkjanna þar sem lagt er bann við grimmilegum og sjaldgæfum refsingum. Meira »

Dauðarefsingar í Kína áfram ríkisleyndarmál

10.4.2017 Íran, Sádí-Arabía, Írak, Pakistan og Kína eru þau ríki sem sem flestir eru teknir af lífi. Bandaríkin tróna í fyrsta sinn frá árinu 2006 ekki í einu fimm efsta sætanna yfir þau ríki sem taka flesta af lífi og í fyrra höfðu ekki verið framkvæmdar færri aftökur þar í landi frá árinu 1991. Meira »

Ríkisstjóri blandar sér í dómsmál

4.4.2017 Ríkisstjóri Flórída, Rick Scott, sem er repúblikani, hefur ákveðið að víkja saksóknara í Orlando, Aramis Ayala, frá þar sem hún ætlar ekki að fara fram á dauðarefsingu í 21 morðmáli. Meira »

Átta aftökur á tíu dögum

10.3.2017 Bandaríska ríkið Arkansas ætlar að flýta aftökum átta fanga sem eru á dauðadeild og framkvæma þær á tíu dögum í næsta mánuði. Ástæðan er sú að „síðasti söludagur“ illfáanlegs lyfs sem notað er við aftökur í ríkinu er að renna út. Meira »

„Ég fer í friði“

8.3.2017 Yfirvöld í Texas tóku í gær mann af lífi sem var dæmdur til dauða fyrir leigumorð. Maðurinn þáði 2.000 dollara greiðslu, um 280 þúsund krónur að núvirði, fyrir að drepa konu svo eiginmaður hennar gæti fengið greidda út líftryggingu hennar. Meira »