Fangi flúði Sogn

„Algjör fásinna af hálfu ákæruvaldsins“

9.11. „Það er algjör fásinna af hálfu ákæruvaldsins að gera því skóna að þetta sé ólögmætur verknaður eða einhverskonar aðstoð við meintan flótta. Ég hef enga heimild til að halda vegabréfinu hans,“ segir Þorgils Þorgilsson, verjandi Sindra Þórs Stefánssonar. Meira »

Úrskurðaðir í átta vikna farbann

24.8. Farið verður fram á áframhaldandi farbann yfir Sindra Þór Stefánssyni og tveimur meintum samverkamönnum hans. Þetta staðfestir Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, í samtali við mbl.is. Héraðsdómur Reykjaness úrskurðaði mennina í farbann í lok júlí og rennur það út í dag. Meira »

Þrír áfram í farbanni

27.7. Héraðsdómur Reykjaness hefur úrskurðað Sindra Þór Stefánsson og tvo meinta samverkamenn hans í aframhaldandi farbann til 24. ágúst nk. Lögreglan á Suðurnesjum gefur ekki upp hve margir eru ákærðir í málinu. Meira »

Ákæra gegn Sindra gefin út

6.7. Ákæra gegn Sindra Þór Stefánssyni og samverkamönnum hans var afhent Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Þetta staðfestir lögreglustjórinn á Suðurnesjum, Ólafur Helgi Kjartansson, í samtali við mbl.is. Meira »

Farbann framlengt og ákæra undirbúin

2.7. Farbann yfir Sindra Þór Stefánssyni hefur verið framlengt fram í lok júlí. Þetta staðfestir Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, í samtali við mbl.is. Þá hefur farbann yfir meintum samverkamanni Sindra einnig verið framlengt. Meira »

Farbann yfir Sindra staðfest

7.6. Landsréttur staðfesti í dag farbannsúrskurð Héraðsdóms Reykjaness yfir Sindra Þór Stefánssyni til 29. júní og enn fremur að honum verði gert að bera á sér búnað svo að mögulegt verði að fylgjast með ferðum hans á sama tíma. Meira »

Hyggst kæra úrskurð um farbann

1.6. Sindri Þór Stefánsson hefur verið úrskurðaður í eins mánaðar farbann á ný. Þetta staðfestir Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, í samtali við mbl.is. Lengd farbannsins er í samræmi við kröfur yfirvalda. Verjandi Sindra hyggst kæra úrskurðinn. Meira »

Vilja Sindra í lengra farbann

31.5. Farið verður fram á framlengingu farbanns yfir Sindra Þór Stefánssyni sem er grunaður um að hafa átt þátt í þjófnaði á um 600 tölvum úr gagnaverum í byrjun árs. Þetta staðfesti Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðunesjum, í samtali við mbl.is rétt í þessu. Meira »

Lögreglu bárust lengi ábendingar

31.5. Rannsókn lögreglu á einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar stendur enn yfir og er sögð vera á lokastigum. Þýfið, 600 tölvur sem metnar eru á um 200 milljónir króna, er hins vegar ófundið. Meira »

Sindri „hættur að botna í þessu kerfi“

4.5. Sindri Þór Stefánsson, sem strauk úr fangelsinu á Sogni um miðjan apríl, og flúði úr landi kjölfarið, spyr af hverju það hafi verið auglýst eftir honum og handtökuskipun gefin út, fyrst honum hafi verið sleppt þegar hann loks kom aftur heim til Íslands. Meira »

Sindri Þór í mánaðar farbanni

4.5. Sindri Þór Stef­áns­son, sem strauk úr fang­els­inu á Sogni í síðasta mánuði, kom til landsins nú síðdegis. Hann var í kjölfarið fluttur í héraðsdóm Reykjaness nú á fimmta tímanum. Þar var hann úrskurðaður eins mánaðar farbann. Meira »

Líkir íslenskum fangelsum við hótel

4.5. Sindri Þór Stefánsson lýsir því í viðtali við New York Times í dag hvernig hann hafi strax séð eftir flóttanum til Svíþjóðar þegar hann sá mynd af sér í öllum fjölmiðlum. Sindri situr í gæsluvarðhaldi í Amsterdam en hann strauk af Sogni 17. apríl. Hann líkir íslenskum fangelsum við hótel. Meira »

Sindri Þór enn í Amsterdam

4.5. Sindri Þór Stefánsson, sem strauk úr fangelsinu á Sogni í síðasta mánuði, er enn í haldi lögreglunnar í Amsterdam þar sem hann var handtekinn fyrir tæpum tveimur vikum. Meira »

Sindri kemur til Íslands á föstudag

2.5. Sindri Þór Stefánsson, sem strauk úr fangelsinu á Sogni fyrir tveimur vikum og situr nú í fangelsi í Amsterdam í Hollandi, kemur til Íslands á föstudag. Þetta staðfestir Þorgils Þorgilsson, lögmaður Sindra, í samtali við mbl.is. Meira »

Engar ábendingar um tölvubúnaðinn

2.5. Engar gagnlegar ábendingar hafa komið fram varðandi tölvubúnað sem stolið var úr gagnaveri á Suðurnesjum fyrr á árinu, en eigendur búnaðarins hétu 6 milljónum íslenskra króna til þess sem gat veitt áreiðanlegar upplýsingar um hvar búnaðinn væri að finna. Meira »

Spyr hvort framsalið sé löglegt

30.4. Þorgils Þorgilsson, lögmaður Sindra Þórs Stefánssonar, segir í samtali við mbl.is „það er okkar afstaða að það sé ekkert gæsluvarðhald til staðar. Fresturinn fyrir gæsluvarðhald er runninn út.“ Meira »

Læstur inni í 23 tíma á sólarhring

30.4. Sindri Þór Stefánsson, sem strauk úr fangelsinu á Sogni fyrr í mánuðinum og situr nú í fangelsi í Amsterdam, segir að samkvæmt lögum bíði hans ekkert gæsluvarðhald á Íslandi. hann segist því ekki skilja af hverju hann er ekki frjáls ferða sinna. Meira »

Telur réttaróvissu ríkja

27.4. „Það er mjög góð spurning,“ segir Þorgils Þorgilsson, lögmaður Sindra Þórs Stefánssonar, aðspurður hvað gerist þegar Sindri kemur til landsins eftir að hafa verið í varðhaldi í Amsterdam í Hollandi. Meira »

Leysa átti Sindra Þór úr haldi

25.4. „Viðkomandi maður mun ekki hafa verið álitinn hættulegur og því erfitt að sjá að þessi framgangur í málinu þjóni almannahagsmunum,“ sagði Karl Gauti Hjaltason, þingmaður Flokks fólksins, á Alþingi í dag þar sem hann gagnrýndi vinnubrögð lögregluyfirvalda í tengslum við mál Sindra Þórs Stefánssonar. Meira »

Gerði athugasemd við handtöku Sindra

25.4. Verjandi Sindra Þórs Stefánssonar í Hollandi, Michiel M. Kuyp, segir í samtali við mbl.is að Sindri vilji snúa aftur til Íslands og að hann gruni að íslenska lögreglan hafi ólöglega ellt hann uppi í Amsterdam. Meira »

Hollenskur lögmaður ráðleggur Sindra

25.4. Þorgils Þorgilsson, verjandi Sindra Þórs Stefánssonar, sem nú situr í gæsluvarðhaldi í Amsterdam í Hollandi, ræddi stuttlega við hann í morgun. Þorgils hefur hins vegar eftirlátið hollenskum lögmanni Sindra ytra það að ráðleggja honum lögfræðilega varðandi hollensk lög. Meira »

Sindri í 19 daga gæsluvarðhald

25.4. Sindri Þór Stefánsson hefur verið úrskurðaður í 19 daga gæsluvarðhald af hollenskum dómara í Héraðsdómi Amsterdam í dag. Þetta staðfestir Fatima el Gueriri, fjölmiðlafulltúi héraðsdómstólsins, í samtali við mbl.is. Meira »

Sindri úrskurðaður í gæsluvarðhald

24.4.2018 Sindri Þór Stefánsson hefur verið úrskurðaður í eins sólarhrings gæsluvarðhaldi af Héraðsdómi Amsterdam í Hollandi. Þetta upplýsir samskiptaskrifstofa héraðsdómsins í samtali við mbl.is. Meira »

Sindri fyrir dómara síðdegis

24.4.2018 Tekin verður ákvörðun um gæsluvarðhald yfir Sindra Þór Stefánssyni í héraðsdómi Amsterdam í Hollandi eftir hádegi í dag. Þetta staðfestir Franklin Wattimena, fjölmiðlafulltrúi saksónara embættisins í Amsterdam í samtali við mbl.is. Meira »

Sindri fyrir dómara á morgun

23.4.2018 Sindri Þór Stefánsson verður leiddur fyrir hollenskan dómara á morgun sem mun taka ákvörðun um hvort hann verði úrskurðaður í gæsluvarðhald á meðan framsal hans til íslenskra yfirvalda er til umfjöllunar fyrir hollenskum dómstólum, segir Evert Boerstra, fjölmiðlafulltrúi héraðssaksóknara í Amsterdam í samtali við mbl.is. Meira »

Sindri væntanlegur á næstu dögum

23.4.2018 Búast má við því að strokufanginn, Sindri Þór Stefánsson, sem handtekinn var í miðborg Amsterdam í Hollandi í gær, komi til Íslands á næstu dögum. Þetta segir Þorgils Þorgilsson, lögmaður Sindra. Hann vonast til að framsalsferlið verði ekki lengra en vika. Meira »

Sindri og félagar á samfélagsmiðlum

23.4.2018 Hafþór Logi Hlynsson, sem hlotið hefur fjölda refsidóma fyrir fíkniefnabrot á síðustu árum, birti í gær mynd af sér á samfélagsmiðlum ásamt Sindra Þór Stefánssyni og Viktori Inga Sigurðssyni úti á götu í Amsterdam. Meira »

Sindri Þór handtekinn í Amsterdam

22.4.2018 Strokufanginn Sindri Þór Stefánsson var handtekinn í miðborg Amsterdam í Hollandi í dag. Þetta staðfestir Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjórinn á Suðurnesjum, við mbl.is. Meira »

Óskaði eftir upplýsingum um varðhaldið

21.4.2018 Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra segir lög skýr um að enginn sitji í gæsluvarðhaldi án dómsúrskurðar. Hún var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínunni í dag, og ræddu þau m.a. um skýrslu GRECO, samtaka ríkja gegn spillingu, um Ísland og mál strokufangans Sindra Þórs Stefánssonar. Meira »

Mikið af gögnum í máli Sindra

21.4.2018 Lögreglan hefur aflað mikils magns símagagna, upplýsinga um bílaleigubíla og teikninga í máli Sindra Þórs Stefánssonar sem strauk úr fangelsinu á Sogni. Meira »