Fangi flúði Sogn

Sindri úrskurðaður í gæsluvarðhald

Í gær, 15:02 Sindri Þór Stefánsson hefur verið úrskurðaður í eins sólarhrings gæsluvarðhaldi af Héraðsdómi Amsterdam í Hollandi. Þetta upplýsir samskiptaskrifstofa héraðsdómsins í samtali við mbl.is. Meira »

Sindri fyrir dómara síðdegis

Í gær, 11:36 Tekin verður ákvörðun um gæsluvarðhald yfir Sindra Þór Stefánssyni í héraðsdómi Amsterdam í Hollandi eftir hádegi í dag. Þetta staðfestir Franklin Wattimena, fjölmiðlafulltrúi saksónara embættisins í Amsterdam í samtali við mbl.is. Meira »

Sindri fyrir dómara á morgun

í fyrradag Sindri Þór Stefánsson verður leiddur fyrir hollenskan dómara á morgun sem mun taka ákvörðun um hvort hann verði úrskurðaður í gæsluvarðhald á meðan framsal hans til íslenskra yfirvalda er til umfjöllunar fyrir hollenskum dómstólum, segir Evert Boerstra, fjölmiðlafulltrúi héraðssaksóknara í Amsterdam í samtali við mbl.is. Meira »

Sindri væntanlegur á næstu dögum

í fyrradag Búast má við því að strokufanginn, Sindri Þór Stefánsson, sem handtekinn var í miðborg Amsterdam í Hollandi í gær, komi til Íslands á næstu dögum. Þetta segir Þorgils Þorgilsson, lögmaður Sindra. Hann vonast til að framsalsferlið verði ekki lengra en vika. Meira »

Sindri og félagar á samfélagsmiðlum

í fyrradag Hafþór Logi Hlynsson, sem hlotið hefur fjölda refsidóma fyrir fíkniefnabrot á síðustu árum, birti í gær mynd af sér á samfélagsmiðlum ásamt Sindra Þór Stefánssyni og Viktori Inga Sigurðssyni úti á götu í Amsterdam. Meira »

Sindri Þór handtekinn í Amsterdam

22.4. Strokufanginn Sindri Þór Stefánsson var handtekinn í miðborg Amsterdam í Hollandi í dag. Þetta staðfestir Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjórinn á Suðurnesjum, við mbl.is. Meira »

Óskaði eftir upplýsingum um varðhaldið

21.4. Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra segir lög skýr um að enginn sitji í gæsluvarðhaldi án dómsúrskurðar. Hún var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínunni í dag, og ræddu þau m.a. um skýrslu GRECO, samtaka ríkja gegn spillingu, um Ísland og mál strokufangans Sindra Þórs Stefánssonar. Meira »

Mikið af gögnum í máli Sindra

21.4. Lögreglan hefur aflað mikils magns símagagna, upplýsinga um bílaleigubíla og teikninga í máli Sindra Þórs Stefánssonar sem strauk úr fangelsinu á Sogni. Meira »

Varðar ekki við lög að strjúka

21.4. Það er ekki lögbrot fyrir fanga að strjúka úr fangelsi á Íslandi nema það sé gert í samráði við aðra fanga. Páll Winkel fangelsismálastjóri segir að viðurlög við að strjúka úr fangelsi séu annars vegar í formi agaviðurlaga. Meira »

Hefði átt að vera frjáls ferða sinna

20.4. Sindri Þór Stefánsson, sem strauk úr fangelsinu að Sogni á þriðjudag, hefði átt að vera frjáls ferða sinn eftir að gæsluvarðhaldsúrskurður yfir honum rann út vegna þess að hann var ekki handtekinn að nýju. Meira »

Fjölskyldufaðir á flótta

20.4. „Hann verður að gefa sig fram. Annars stendur það sem hefur verið ákveðið nú þegar,“ segir Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, um strokufangann Sindra Þór Stefánsson sem strauk úr fangelsinu á Sogni aðfaranótt þriðjudags. Meira »

Leigubílstjórinn gaf sig fram

20.4. Leigubílstjórinn sem keyrði strokufangann Sindra Þór Stefánsson upp á Keflavíkurflugvöll snemma á þriðjudagsmorgun hefur gefið sig fram og gefið skýrslu hjá lögreglu. Meira »

Yfirlýsing Sindra gerir honum ógagn

20.4. „Það getur vel verið að hann hafi verið í sambandi við lögregluna en hann hefur ekki boðið neitt eða viljað upplýsa um eitt eða neitt. Þetta er bara enn einn fyrirslátturinn,“ segir Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum. Meira »

Samningaviðræður standa ekki til

20.4. Engar samningaviðræður eru í gangi af hálfu lögreglunnar við Sindra Þór Stefánsson um að hann komi til landsins, en hann strauk úr fangelsinu á Sogni aðfararnótt þriðjudags og komst með flugi til Svíþjóðar morguninn eftir. Meira »

Segist koma heim fljótlega

20.4. Sindri Þór Stefánsson, fanginn sem strauk úr fangelsinu að Sogni og flúði land aðfaranótt þriðjudags, fullyrðir að hafa verið haldið í fangelsi án dóms og laga og segist ætla að sanna það. Hann segist ætla að koma heim fljótlega. Meira »

Grunur um að Sindri sé á Spáni

19.4. Grunur lögreglu beinist að því að Sindri Þór Stefánsson, sem flúði opna fangelsið að Sogni aðfaranótt þriðjudags og flaug síðan til Svíþjóðar með vél Icelandair, sé á Spáni, samkvæmt Ólafi Helga Kjartanssyni, lögreglustjóra á Suðurnesjum. Meira »

Vegabréf Sindra Þórs afturkallað

19.4. Vegabréf strokufangans Sindra Þórs Stefánssonar hefur verið afturkallað af íslenskum yfirvöldum og er því ekki lengur í gildi. Það var gert í gær, að sögn Ólafs Helga Kjartanssonar, lögreglustjóra á Suðurnesjum. Ekki er þó vitað hvort Sindri Þór er yfirhöfuð með vegabréfið á sér. Meira »

Rannsóknin beinist að leigubílnum

19.4. Rannsókn lögreglunnar á flótta Sindra Þórs Stefánssonar frá Sogni og úr landi fyrr í vikunni beinist aðallega að því að hafa uppi á leigubílstjóra sem ók honum út á Keflavíkurflugvöll. Þetta segir Gunnar Schram, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Meira »

Strokufangar hafa alltaf náðst aftur

19.4. Engum íslenskum fanga hefur tekist að strjúka án þess að komast á ný undir manna hendur. „Oftast tekur það skamman tíma,“ segir Páll Winkel fangelsismálastjóri. Strok úr fangelsum hér á landi er raunar fátítt. Meira »

Minnir á borgaralega handtöku

18.4. Sænskur lögreglumaður ráðleggur borgurum að hringja í lögregluna sjái þeir til strokufangans Sindra Þórs Stefánssonar og minnir jafnframt á að almennningur hafi rétt til þess samkvæmt sænskum lögum að handsama eftirlýsta menn. Þetta kemur fram á sænska vefmiðlinum Nyheter 24. Meira »

Greiddi miðann með eigin korti

18.4. Strokufanginn Sindri Þór Stefánsson var í leigubíl þegar hann kom upp á Keflavíkurflugvöll en ekki er vitað hvaðan hann tók bílinn eða hvernig hann komst frá Sogni. Hann pantaði flugmiða til Svíþjóðar sjálfur og greiddi fyrir með eigin korti, rétt áður en hann flúði fangelsið að Sogni. Meira »

Stroktíðni hækkaði um 50%

18.4. Þegar Sindri Þór Stefánsson flúði út um glugga á Sogni fjölgaði íslenskum strokuföngum úr opnum fangelsum um 50% fyrir tímabilið 2007 þar til í dag. Má því segja að strok séu óalgeng hér á landi. Meira »

Alltaf möguleiki að einhver reyni að flýja

18.4. Dómsmálaráðherra mun óska þess er fram líða stundir að fangelsismálayfirvöld svari fyrir flótta Sindra Þórs Stefánssonar, sem flúði úr gæsluvarðhaldi á Sogni í fyrradag. Þetta segir Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra sem segir menn verða fyrst að fá tækifæri til að skoða málið til hlítar. Meira »

Leita Sindra Þórs af fullum þunga

18.4. Rannsókn á máli Sindra Þórs Stefánssonar, sem strauk úr fangelsinu Sogni í fyrradag, stendur enn yfir. Lögreglan vinnur af fullum þunga að því að hafa hendur í hári hans, en fjöldi upplýsinga og ábendinga hafa borist og stendur úrvinnsla þeirra nú yfir. Meira »

Var ókunnugt um vistun á Sogni

18.4. Engin gæsluvarðhaldsfangi á vegum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu er í dag vistaður á Sogni. Þetta segir Hulda Elsa Björg­vins­dótt­ir á ákæru­sviði lög­regl­unn­ar. „Við vissum ekki til þess að verið væri að vista gæsluvarðhaldsfanga í opnum fangelsum,“ segir hún. Meira »

Flétta í máli án hliðstæðu

18.4. Flótti Sindra Þórs Stef­áns­sonar, sem strauk úr fang­els­inu á Sogni í fyrradag og flúði til Svíþjóðar, hefur vakið athygli erlendra fjölmiðla sem fjalla um flóttann og meinta aðild Sindra Þórs að umfangsmesta þjófnaði á tölvubúnaði sem átt hefur sér stað hér á landi til þessa. Meira »

Flugmiði nóg til að flýja land

18.4. Sindri Þór Stefánsson, sem strauk úr fangelsinu á Sogni í gær og flúði land til Svíþjóðar, fór að öllum líkindum í gegnum Keflavíkurflugvöll án þess að hafa verið spurður um skilríki. Fjallað er um flóttann á vef Aftonbladet í gærkvöldi. Meira »

Flóttinn af Sogni: Hvað hefur komið fram?

17.4. Sindri Þór Stefánsson strauk úr fangelsinu að Sogni síðustu nótt og fór með flugi til Stokkhólms áður en lögreglan fékk tilkynningu um hvarf hans. Hér má líta á það helsta sem hefur komið fram í málinu á þeim tæpa sólarhring sem er liðinn frá því að Sindri strauk. Meira »

Ekkert sem benti til strokhættu

17.4. Páll Winkel fangelsismálastjóri segir að ekkert hafi bent til þess að Sindri Þór Stef­áns­son væri líklegur til að strjúka úr fangelsinu að Sogni. Meira »

Strokufangi í sama flugi og Katrín

17.4. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var í sama flugi og Sindri Þór Stefánsson sem strauk úr fangelsinu að Sogni í nótt. Katrín flaug til Svíþjóðar í morgun vegna leiðtogafundar Norðurlandanna og forsætisráðherra Indlands. Meira »