Fjárlagafrumvarp 2018

Vegabréfsáritanir stóraukast á Indlandi

10.12. Vegna undirbúnings og uppsetningar á áritunarstöðvum fyrir vegabréfsáritanir og þjónustu tengda þeim í Nýju-Delí á Indlandi og Washington í Bandaríkjunum er lagt til að auka fjárheimildir til utanríkisráðuneytisins um 45 milljónir króna í fjáraukalögum fyrir árið 2018. Meira »

Leiðir til að lyfta fólki upp úr fátækt

10.12.2017 „Það er afar brýnt að bæta kjör og auka lífsgæði okkar fólks. Skerðingar, krónu á móti krónu, verður að afnema strax og það er margt fleira sem við leggjum áherslu á að verði að veruleika í fjárlagavinnu Alþingis,“ segir formaður Öryrkjabandalagsins. Meira »

Léttvínskassinn hækkar um 500 krónur

14.9.2017 Léttvínskassinn mun hækka um meira en 500 krónur nái hækkun á áfengisgjöldum samkvæmt fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2018 fram að ganga. Félag atvinnurekenda segir skattlagningu á áfengi gjörsamlega fráleita og þá hæstu í Evrópu. Stjórn FA skoraði í morgun á Alþingi að endurskoða skattahækkunaráform. Meira »

FA segir jöfnun gjalda yfirvarp

14.9.2017 Stjórn Félags Atvinnurekenda gagnrýnir harðlega fyrirhugaðar hækkanir á áfengisgjald og eldsneytisgjöld og lýsir skilningi á sjónarmiðum um að jafna gjöldin en bendir á að það sé ekki alltaf nauðsynlegt að jafna gjöld með því að hækka þau lægri. Heldur mætti lækka há gjöld eða mætast á miðri leið. Meira »

Mælti með hóflegum auðlegðarskatti

14.9.2017 Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, spurði Þorstein Víglundsson, félags- og jafnréttisráðherra, hvort meirihluti sé á þinginu fyrir nýju fjárlagafrumvarpi því það virtist ekki vera fullkomin eining um það. Meira »

Engar efndir hjá ríkisstjórninni

14.9.2017 Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, sagði erindi ríkisstjórnarinnar ekkert annað en að viðhalda stöðnuðu kerfi, í umræðu um fjárlagafrumvarpið á Alþingi. Meira »

Hallar á öryrkja í fjárlagafrumvarpi

14.9.2017 Verulega hallar á öryrkja í fjárlagafrumvarpi næsta árs að mati Ellenar Calmon, formanns Öryrkjabandalags Íslands. Stefnt sé að lögfestingu á notendastýrðri persónulegri aðsto, en hvergi sé vikið orði að lögfestingu Samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Meira »

Sagði ríkisstjórnina viðhalda fátækt

14.9.2017 „Síðustu daga hafa ráðherrar þessarar ríkisstjórnar keppst við að segja landsmönnum hvað þeir eru að setja rosalega mikla peninga í kerfið. Við fyrstu sýn fjárlagafrumvarpsins virðist það ekki vera svo,” sagði Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna í umræðu um fjárlagafrumvarpið á Alþingi. Meira »

„Það geta ekki allir keypt Teslur“

14.9.2017 Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, spurði fjármála- og efnahagsráðherra í fyrstu umræðu um fjárlagafrumvarpið hvort skattur upp á tæpa fjóra milljarða sem felur meðal annars í sér hækkun á eldsneytisgjöldum eigi að slá á þenslu og tryggja stöðugleikann í landinu. Meira »

Eru efins um þingmeirihluta

14.9.2017 Þingmenn Sjálfstæðisflokksins lýsa ákveðnum efasemdum í garð fyrirhugaðra skattahækkana í fjárlagafrumvarpi Benedikts Jóhannessonar fjármálaráðherra, einkum í garð hækkana á áfengisgjaldi og bensín- og dísilgjaldi. Meira »

Bitnar einkum á landsbyggðarfólki

13.9.2017 „Stórhækkun skatta á olíur, bensín og hækkun þungaskatts bitnar beint á því fólki sem þarf að sækja lengst þjónustu, hvort heldur heilsugæslu, menntun, aðföng til heimils eða atvinnureksturs. Þetta eru því beinir fjarlægðaskattar á íbúa landsins.“ Meira »

87 milljarða skattstyrkir

13.9.2017 Umfang skattstyrkja er áætlað rúmlega 87 milljarðar króna í fjárlagafrumvarpi næsta árs. Það er sú lækkun sem stafar af frávikum frá grunngerð skattkerfisins. Til samanburðar eru skatttekjur ríkisins áætlaðar um 650 milljarðar króna á næsta ári. Skattstyrkirnir svara því tl 13.5% af heildarskattekjum. Meira »

2,5 milljarða tekjuauki af bílaleigum

13.9.2017 Afsláttur af vörugjöldum sem bílaleigurnar hafa notið verður að fullu afnuminn um áramótin en samkvæmt fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir 2.5 milljarða tekjuauki vegna þessa. Meira »

Ekki tekið á uppsöfnuðum vanda

13.9.2017 „Það er ofboðslega margt ógert, ekki síst í ljósi þess sem menn samþykktu í samgönguáætlun í október í fyrra,“ segir Hreinn Haraldsson vegamálastjóri. Framlög til vegamála í fjárlögum fyrir árið 2018 eru á pari við það sem kynnt var í fjármálaáætlun í vor. Hreinn er frekar vonsvikinn með frumvarpið. Meira »

Hækkun í 300.000 „stórkostlegt afrek“

13.9.2017 Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði á hádegisfundi Samtaka eldri sjálfstæðismanna í Valhöll það vera stórkostlegt afrek að geta hækkað greiðslur til ellilífeyrisþega í 300 þúsund krónur á mánuði. Meira »

Framlög til leiguheimila tvöfölduð

13.9.2017 Framlög til uppbyggingar hagkvæmra leiguíbúða, svokallaðra leiguheimila, verða tvöfölduð á næsta ári samkvæmt fjárlagafrumvarpinu sem lagt var fyrir Alþingi í gær. Áformað er að verja 3 milljörðum króna til stofnframlaga í þessu skyni samkvæmt lögum um almennar íbúðir. Meira »

16,9 milljarðar til umhverfismála

13.9.2017 Áætlað er að heildargjöld ríkisins vegna umhverfismála nemi rúmlega 16,9 milljörðum króna á næsta ári samkvæmt fjárlagafrumvarpi sem lagt var fyrir Alþingi í gær. Fjárheimildir til meðhöndlunar úrgangs hækka um 730 milljónir króna frá gildandi fjárlögum. Meira »

„Íslandsmet í nýjum sköttum“

13.9.2017 „Ég man ekki þá tíð að stjórnvöld hafi á einu bretti hækkað skatta á eldsneyti jafnmikið og nú er verið að boða,“ segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, í samtali við mbl.is. Hann segir auknar álögur á eldsneyti bitna helst á dreifbýlinu og óttast að vegtollar bætist við skattaflóruna. Meira »

Auka framlög til hafrannsókna

13.9.2017 Fjárheimildir til sjávarútvegs og fiskeldis aukast um 5.2% eða tæpar 330 milljónir króna samkvæmt fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2018. Mestu munar um 165 milljón króna framlag til Hafrannsóknarstofnunar vegna eflingar rannsókna á uppsjávarstofnum en gert er ráð fyrir að auka rannsóknir á loðnu. Meira »

Fæðingarorlof hækkar um áramót

13.9.2017 Stefnt er að því að breyta reglugerð þannig að mánaðarlegar hámarksgreiðslur í fæðingarorlofi hækki í 520 þúsund krónur á næsta ári. Stefnt er að hækkun í 600 þúsund krónur á næstu árum. Meira »

Vilja auka útgjöld og skatta

13.9.2017 Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs, segir jákvætt að verið sé að hækka svokallaða umhverfisskatta og vísar þar til hækkunar á bensín- og olíugjaldi. Meira »

Milljarður í framkvæmdasjóð ferðamannastaða

13.9.2017 Auka á fjárframlög til framkvæmdasjóðs ferðamannastaða um tæpar 200 m.kr. og verja á auknu fé til rannsókna og gagnaöflunar í ferðaþjónustu samkvæmt fjárlagafrumvarpi næsta árs. Meira »

Gagnrýna hækkun gjalda

13.9.2017 Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra kynnti fjárlagafrumvarp 2018 í gær en þar er gert ráð fyrir 44 milljarða afgangi. Nemur afgangurinn 3,8% af vergri landsframleiðslu. Fyrirhugaðar eru nokkrar skattahækkanir, m.a. verður olíu- og bensíngjald hækkað. Meira »

91% samsköttunar verður körlum í hag

12.9.2017 Áætlað er að 91% af þeim skattaafslætti sem hlýst af samsköttun á árinu 2018 nýtist til hækkunar á ráðstöfunartekjum karla. Þá hafa kynin ólíka sýn á afleiðingar jarðgangagerðar. Meira »

Í hvað fara skattarnir?

12.9.2017 Á næsta ári er áætlað að tekjur ríkissjóðs utan vaxtatekna verði um 822 milljarðar og gjöld utan vaxtagjalda verði 717 milljarðar. Til viðbótar bætast svo vaxtagjöld upp á 73 milljarða og vaxtatekjur upp á 12 milljarða. En hvaðan koma þessir fjármunir og í hvað fara þeir? Meira »

100 milljónir í endurnýjun þyrluflota

12.9.2017 Heildarfjárheimild til Landhelgisgæslu Íslands fyrir næsta ár er áætluð 4.271 milljónir króna og hækkar um 326.9 milljónir frá gildandi fjárlögum. 100 milljónum verður veitt í endurnýjun þyrluflota. Meira »

Framlög til trúmála hækka

12.9.2017 Heildarfjárheimild til trúmála fyrir árið 2018 er áætluð 6.5 milljarðar og lækkar um 67.2 milljónir frá gildandi fjárlögum. Launa- og verðlagsbreytingar valda því að útgjöld hækka um 101.6 milljónir. Meira »

730 milljóna hækkun til löggæslu

12.9.2017 Heildarfjárheimild til löggæslu fyrir árið 2018 er áætluð 14.848 milljónir og hækkar um 726,4 milljónir frá gildandi fjárlögum. Þar af hækkar fjárheimildin um 572,1 milljón vegna launa- og verðlagsbreytinga. Meira »

Bankarnir ekki seldir á næsta ári

12.9.2017 Skuldir ríkissjóðs nema í dag um 900 milljörðum en gert er ráð fyrir að þær verði komnar niður í 859 milljarða fyrir lok næsta árs. Ef eignarhlutur ríkisins í viðskiptabönkunum yrði seldur væri hægt að lækka skuldir ríkissjóðs niður í um 100 milljarð, en slíkt stendur þó ekki til á næsta ári. Meira »

Bjartsýnn þrátt fyrir lausa samninga

12.9.2017 Þrátt fyrir að talsverð spenna ríki nú á vinnumarkaði þar sem fjöldi samninga er opinn segist Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra vera bjartsýnn á að samningarnir muni ekki hafa mikil áhrif á þau fjárlög sem kynnt voru í dag. Meira »