Fjárlagafrumvarp 2019

Lækkun tryggingagjaldsins vonbrigði

21.9. Samtök iðnaðarins lýsa yfir vonbrigðum yfir því að í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar skuli ekki vera gert ráð fyrir meiri lækkun tryggingargjalds en raun ber vitni. Hátt tryggingagjald kemur verst niður á fyrirtækum þar sem laun og launatengd gjöld eru stór hluti kostnaðar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá samtökunum. Meira »

Rýrt innlegg í kjaraviðræður

19.9. Miðstjórn ASÍ segir að fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar gefi ekki tilefni til mikillar bjartsýni í þeim kjaraviðræðum sem í hönd fara, þrátt fyrir yfirlýsingar stjórnvalda í samskiptum við verkalýðshreyfinguna um aukna áherslu á félagslegan stöðugleika. Meira »

Fjárveitingar fylgja raunvexti

14.9. „Rekstur spítalans verður áfram talsverð áskorun þó svo að í fjárlagafrumvarpinu sé margt mjög jákvætt. Það er til dæmis mjög ánægjulegt að brugðist sé við óskum okkar um aukið rekstrarfé í samræmi við raunvöxt í starfseminni,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans. Meira »

Gagnrýndi aukin útgjöld ríkisins

13.9. Þingmaður Viðreisnar, Þorsteinn Víglundsson, gagnrýnir nýútkomið fjárlagafrumvarp og segir það lítið afrek að skila afgangi inn í ríkissjóð. Gagnrýni á há útgjöld ríkisins var áberandi á fyrsta fundi Alþingis um fjárlagafrumvarpið, en fundurinn hófst í morgun. Meira »

Skorar á Alþingi að gera betur

12.9. „Ljóst er að fjármagn á hvern nemanda mun ekki aukast, ef miða má við frumvarpið, nema að fækkun nemenda á háskólastigi eigi sér stað.“ Þetta er meðal þess sem kemur fram í umsögn Stúdentaráðs Háskóla Íslands um fjárlög fyrir árið 2019. Meira »

Ökuskírteini og vegabréf verða dýrari

12.9. Fjöldi gjalda sem ríkið innheimtir fyrir þjónustu eða leyfi og skráningar af ýmsu tagi mun hækka, samkvæmt frumvarpi sem fjármála- og efnahagsráðherra lagði fram samhliða fjárlögum ársins 2019. Meira »

Áfengi, tóbak og eldsneyti hækkar

12.9. Krónutölugjöld munu hækka um 2,5% í upphafi næsta árs, en þeirra á meðal eru vörugjöld á áfengi, tóbak og eldsneyti.  Meira »

Skiptar skoðanir um fjárlög

12.9. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir fyrirhugaða lækkun tryggingagjalds í fjárlagafrumvarpi 2019 um átta milljarða á næstu árum, jákvæða og skref í rétta átt. Meira »

Segir ekkert gert fyrir tekjulága

11.9. „Það sem vekur athygli og depurð er að sjá svona augljóslega að það er ekki verið að taka tillit til kjara öryrkja, eldri borgara og láglaunafólks. Þessir hópar eru skildir eftir nú sem endranær,“ segir Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, þegar hún er innt viðbragða við fjárlögum fyrir næsta ár. Meira »

Heimild til að selja forláta fiðlu

11.9. Fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar fylgja að venju ýmsar heimildir til fjármálaráðherra um ráðstöfun eigna í eigu ríkisins. Flestar þeirra eru óbreyttar frá fyrra frumvarpi og hafa þá ekki verið nýttar enn og vilji til þess að þær séu áfram fyrir hendi. Meira »

Verðlagsbreytingar skýri hækkun til RÚV

11.9. „Þetta eru verðlagsbreytingar, fyrst og síðast, þannig að þetta er ekki hækkun sem slík,“ segir Lilja Alfreðsdóttir,mennta- og menningarmálaráðherra, spurð út í ríflega hálfs milljarðs hækkun á framlagi ríkisins til RÚV í fjárlagafrumvarpinu, miðað við gildandi fjárlög. Meira »

535 milljónir fyrir Office-pakkann

11.9. Heildstæður hugbúnaðarsamningur ríkisins við Microsoft kostar 535 milljónir á ársgrundvelli, en samningurinn var gerður fyrr á þessu ári og sparar ríkinu um 200 milljónir króna árlega. Hann gildir til ársins 2021, samkvæmt því sem fram kemur í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Meira »

200 milljónir til að fjölga nýjum lyfjum

11.9. Útgjöld til lyfjamála hækka um rúman milljarð króna frá gildandi fjárlögum, að frádregnum almennum launa- og verðlagsbreytingum, en samkvæmt fjárlagafrumvarpinu munu rúmir 10 milljarðar renna til lyfjamála. Meira »

Hundruðum milljóna meira vegna EES

11.9. Fram kemur í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar að til standi að veita 162 milljónir króna aukalega til sendiráðs Íslands í Brussel á næsta ári til þess að styrkja starfsemi þess og fjölga fulltrúum fagráðuneyta þar vegna aðildar Íslands að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið (EES). Meira »

Teygja sig til barnafjölskyldna

11.9. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir töluvert mikil tíðindi vera í nýju fjárlagafrumvarpi sem koma við ólíka þætti. „Í fyrsta lagi erum við að teygja okkur sérstaklega til barnafjölskyldna með hækkun á barnabótum og við erum að tryggja sérstaka hækkun á persónuafslættinum.“ Meira »

Leggja til hækkun útvarpsgjalds

11.9. Framlög ríkisins til Ríkisútvarpsins munu verða 4.645 milljónir króna á árinu 2019 samkvæmt nýju fjárlagafrumvarpi, en það er 535 milljónum milljónum meira en gert var ráð fyrir í fjárlögum 2018. Meira »

153 milljónir vegna fleiri aðstoðarmanna

11.9. Heildarútgjöld vegna rekstrarkostnaðar ríkisstjórnarinnar eru áætluð tæplega 636 milljónir króna á næsta ári samkvæmt fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar sem felur í sér hækkun frá gildandi fjárlögum um 153 milljónir króna. Meira »

Afnema ekki VSK af bókum

11.9. Ríkisstjórnin hefur lagt áform sín um að fella niður virðisaukaskatt af bókum á hilluna, samkvæmt því sem fram kemur í greinargerð fjárlagafrumvarpsins. Í staðinn er lagt til að tekinn verði upp beinn stuðningur við bókaútgefendur „til að mæta því meginmarkmiði að efla íslenska tungu“. Meira »

Mikil óvissa um fjölda hælisleitenda

11.9. Heildarútgjöld dómsmálaráðuneytisins vegna málefna útlendinga árið 2019 eru áætluð rúmir 3,6 milljarðar króna samkvæmt fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Heildarútgjöld velferðarráðuneytisins vegna málefna innflytjenda og flóttafólks eru áætluð tæplega 647 milljónir króna. Meira »

Auka útgjöld til samgöngumála um 12,3%

11.9. Samkvæmt nýju fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar hækka fjárheimildir til samgöngumála um rúma fjóra milljarða, eða um 12,3% frá gildandi fjárlögum. Gert er ráð fyrir því að heildarútgjöld til málaflokksins verði rúmir 41,3 milljarðar. Meira »

Húsnæðisstuðningur eykst

11.9. Á næsta ári er gert ráð fyrir að stuðningur vegna húsnæðis aukist um ríflega 900 milljónir króna og verður stuðningurinn alls um 25,4 milljarðar. Þetta kemur fram í kynningu Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, á fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar fyrir árið 2019. Meira »

Gæslan fái nýjar þyrlur 2022

11.9. Varið verður 1,9 milljörðum króna á fjárlögum næsta árs til kaupa á nýjum björgunarþyrlum fyrir Landhelgisgæsluna samkvæmt fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar sem kynnt var í morgun. Meira »

Persónuafsláttur og barnabætur hækka

11.9. Ríkisstjórn Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks leggur til að persónuafsláttur hækki um 1 prósentustig umfram lögbundna 12 mánaða hækkun. Meira »

29 milljarða tekjuafgangur

11.9. Gert er ráð fyrir að afgangur á heildarafkomu ríkissjóðs verði 1% af vergri landsframleiðslu árið 2019, eða um 29 milljarðar króna. Meira »