Fjárlagafrumvarp 2019

Ábyrg sóknarfjárlög

7.12. „Þetta eru sóknarfjárlög sem við afgreiðum í dag, sóknarfjárlög sem byggjast á traustri stöðu ríkissjóðs en mæta um leið þeim þörfum og væntingum sem uppi voru eftir síðustu kosningar,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra um atkvæðagreiðslu vegna fjárlagafrumvarpsins fyrir næsta ár. Meira »

Fjárlagafrumvarpið samþykkt

7.12. Fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar fyrir næsta ár hefur verið samþykkt á Alþingi með 32 atkvæðum gegn 3.  Meira »

Snúa þarf við hverri krónu

7.12. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, sagði í þriðju umræðu um fjárlagafrumvarpið á Alþingi að það væri sóknarfrumvarp sem muni leiða til betri tíma fyrir alla landsmenn. Meira »

Takast á um fjárlagafrumvarpið

7.12. Framhald þriðju umræðu um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar fyrir næsta ár hófst á Alþingi í morgun. Fyrstur til máls tók Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og næstur á mælendaskrá var Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. Meira »

Fjárlög til þriðju umræðu

21.11. Samþykktar voru allar breytingartillögur meirihluta fjárlaganefndar við fjárlagafrumvarpið og fer frumvarpið til þriðju umræðu, en hún hefst á morgun. Drífa Snædal, forseti ASÍ, hefur fullyrt að nefndarálit meirihluta fjárlaganefndar sýni að stjórnvöld hiki ekki við að svíkja gefin loforð. Meira »

Segja fjárlögin óásættanleg

21.11. Miðstjórn Alþýðusambands Ísland sakar meirihluta fjárlaganefndar Alþingis um að reka „óábyrga ríkisfjármálastefnu“, í ályktun sem send hefur verið fjölmiðlum. Þá mótmælir ASÍ „harðlega þeirri stefnu sem endurspeglast með skýrum hætti í breytingartillögum meirihluta fjárlaganefndar“. Meira »

Segir tillögur Miðflokksins fjármagnaðar

16.11. „Það er ekki hægt að leggja alla pósta saman og segja að verið sé að auka útgjöld, það er ekki rétt aðferð,“ segir Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, í samtali við mbl.is um breytingartillögur flokksins við fjárlagafrumvarpið. Meira »

Hika ekki við að svíkja gefin loforð

16.11. „Í vikunni varð ljóst að stjórnvöld ætla ekki að eiga frumkvæði að því að jafna kjörin og beita skatt- og bótakerfinu til jöfnuðar. Slíkar breytingar þarf greinilega að sækja fast og eru það vonbrigði.“ Þannig hefst pistill Drífu Snædal, forstjóra ASÍ. Meira »

Vilja lækka skatta og auka útgjöld

16.11. Miðflokkurinn segir of mikinn útgjaldavöxt í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar og leggur til að auka útgjöld ríkissjóðs um 2,4 milljarða króna. Þá leggur flokkurinn einnig til í breytingartillögum sínum við frumvarpið að tekjur verði 4,8 milljörðum minni. Meira »

Sakaði meirihlutann um blekkingarleik

15.11. „Formaður fjárlaganefndar kallar þetta ábyrgar ráðstafanir og segir að ekki sé verið að taka neitt af neinum,“ sagði Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, í annarri umræðu um fjárlög ársins 2019 á þingi í dag. Meira »

Hjúkrunarrýmum fjölgar um 200 á 2 árum

15.11. Hjúkrunarrýmum fyrir eldri borgara fjölgar um 200 á næstu tveimur árum. Á næsta ári átti að verja 45,9 milljörðum í málaflokkinn en nú stendur til að sú upphæð verði 733,6 milljónum lægri. Meira »

Tala krónuna niður og verðbólguna upp

15.11. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra vandar Samfylkingunni ekki kveðjurnar í færslu sem hann birti á Facebook. Hann segir að Samfylkingin telji ekki nóg að gert í fjárlögum næsta árs. Þau vilji hins vegar auka útgjöldin á sama tíma og þau tali krónuna niður og verðbólguna upp. Meira »

Segja ráðherra fara með rangt mál

15.11. Fjármálaráðherra fullyrðir að bætur til lífeyrisþega hafi hækkað um 1,1 milljón króna á ári frá árinu 2010. Það væri hækkun sem næmi hátt í 92 þúsundum á mánuði, á hvern mann í hverjum mánuði undanfarin átta ár. Erfitt er að koma þessum upplýsingum heim og saman við þann veruleika sem öryrkjar búa við. Meira »

„Erum að reyna að laga vond fjárlög“

15.11. Framlag til öryrkja verður áfram fjórir milljarðar og stofnframlög til almennra íbúða verða aukin í tvo milljarða króna, verði breytingartillögur þingmanna Samfylkingarinnar við frumvarp til fjárlaga 2019 samþykktar. Þingmenn flokksins kynntu 17 breytingartillögur á fjárlagafrumvarpinu í morgun. Meira »

Heildarlaun hækkað um 62%

14.11. Fram kemur í nefndaráliti meirihluta fjárlaganefndar Alþingis vegna fjárlaga fyrir næsta ár að frá árinu 2011 hafa launagjöld og almannatryggingar hækkað hlutfallslega meira en önnur gjöld. Á hinn bóginn hafa fjárfesting og kaup á vörum og þjónustu dregist hlutfallslega saman. Meira »

Tókust á um framlög til öryrkja

14.11. „Ég kem hér upp í ræðustól með óbragð í munni, ég fékk ekki einu sinni sólarhring til þess að fagna þessu frumvarpi,“ sagði Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins, á Alþingi í dag. Tilefni ummæla hans var lækkun fyrirhugaðrar hækkunar til öryrkja. Meira »

Sakar meirihlutann um blekkingar

14.11. „Þetta er fullkominn útúrsnúningur og blekkingarleikur hjá ráðherranum. Það stendur alveg skýrum stöfum frá þessum sama ráðherra að það stendur til að lækka fyrirhugaða fjáraukningu til öryrkja,“ segir Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar og annar varaformaður fjárlaganefndar. Meira »

„Ljót pólitík gagnvart viðkvæmum hópi“

14.11. Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar og þingmaður Framsóknarflokksins, sakar í samtali við mbl.is Ágúst Ólaf Ágústsson, annan varaformann fjárlaganefndar og þingmann Samfylkingarinnar, um að stunda „ljóta pólitík gagnvart viðkvæmum hópi.“ Meira »

„Fullkominn misskilningur“

14.11. „Það er fullkominn misskilningur að um sé að ræða einhvers konar hagræðingaraðgerð eða viðbrögð við nýrri þjóðhagsspá,“ segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í samtali við mbl.is um fréttir af því að dregið verði úr hækkun framlags til öryrkja, úr fjórum milljörðum í 2,9 milljarða. Meira »

Orðlaus yfir tillögu fjárlaganefndar

13.11. Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands, segist vera orðlaus yfir tillögu meirihluta fjárlaganefndar Alþingis um að lækka framlög til öryrkja um 1.100 milljónir króna í fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár. Meira »

Alvarleg staða vegna niðurskurðar

11.10. Ekki er ólíklegt að aðildarfélög Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu þurfi að leggja niður ákveðna þjónustuþætti eða breyta rekstrarfyrirkomulagi vegna boðaðs niðurskurðar á greiðslum til félaganna í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar fyrir næsta ár. Meira »

Lækkun tryggingagjaldsins vonbrigði

21.9. Samtök iðnaðarins lýsa yfir vonbrigðum yfir því að í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar skuli ekki vera gert ráð fyrir meiri lækkun tryggingargjalds en raun ber vitni. Hátt tryggingagjald kemur verst niður á fyrirtækum þar sem laun og launatengd gjöld eru stór hluti kostnaðar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá samtökunum. Meira »

Rýrt innlegg í kjaraviðræður

19.9. Miðstjórn ASÍ segir að fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar gefi ekki tilefni til mikillar bjartsýni í þeim kjaraviðræðum sem í hönd fara, þrátt fyrir yfirlýsingar stjórnvalda í samskiptum við verkalýðshreyfinguna um aukna áherslu á félagslegan stöðugleika. Meira »

Fjárveitingar fylgja raunvexti

14.9. „Rekstur spítalans verður áfram talsverð áskorun þó svo að í fjárlagafrumvarpinu sé margt mjög jákvætt. Það er til dæmis mjög ánægjulegt að brugðist sé við óskum okkar um aukið rekstrarfé í samræmi við raunvöxt í starfseminni,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans. Meira »

Gagnrýndi aukin útgjöld ríkisins

13.9. Þingmaður Viðreisnar, Þorsteinn Víglundsson, gagnrýnir nýútkomið fjárlagafrumvarp og segir það lítið afrek að skila afgangi inn í ríkissjóð. Gagnrýni á há útgjöld ríkisins var áberandi á fyrsta fundi Alþingis um fjárlagafrumvarpið, en fundurinn hófst í morgun. Meira »

Skorar á Alþingi að gera betur

12.9. „Ljóst er að fjármagn á hvern nemanda mun ekki aukast, ef miða má við frumvarpið, nema að fækkun nemenda á háskólastigi eigi sér stað.“ Þetta er meðal þess sem kemur fram í umsögn Stúdentaráðs Háskóla Íslands um fjárlög fyrir árið 2019. Meira »

Ökuskírteini og vegabréf verða dýrari

12.9. Fjöldi gjalda sem ríkið innheimtir fyrir þjónustu eða leyfi og skráningar af ýmsu tagi mun hækka, samkvæmt frumvarpi sem fjármála- og efnahagsráðherra lagði fram samhliða fjárlögum ársins 2019. Meira »

Áfengi, tóbak og eldsneyti hækkar

12.9. Krónutölugjöld munu hækka um 2,5% í upphafi næsta árs, en þeirra á meðal eru vörugjöld á áfengi, tóbak og eldsneyti.  Meira »

Skiptar skoðanir um fjárlög

12.9. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir fyrirhugaða lækkun tryggingagjalds í fjárlagafrumvarpi 2019 um átta milljarða á næstu árum, jákvæða og skref í rétta átt. Meira »

Segir ekkert gert fyrir tekjulága

11.9. „Það sem vekur athygli og depurð er að sjá svona augljóslega að það er ekki verið að taka tillit til kjara öryrkja, eldri borgara og láglaunafólks. Þessir hópar eru skildir eftir nú sem endranær,“ segir Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, þegar hún er innt viðbragða við fjárlögum fyrir næsta ár. Meira »