Flutningaskip strandar í Helguvík

Fjordvik í brotajárn í Belgíu

25.1. Stefnt er að því að sementsflutningaskipið Fjordvik yfirgefi Hafnarfjarðarhöfn í síðasta lagi um miðjan febrúar. Skipinu verður þó ekki siglt héðan heldur verður því fleytt inn í siglandi flotkví (Roll-Dock) og flutt til niðurrifs í Belgíu. Meira »

Viðgerð ljúki 20. desember

3.12. Vonast er til þess að viðgerð á flutningaskipinu Fjordvik, sem strandaði í Helguvík við Reykjanesbæ í byrjun nóvember, ljúki 20. desember að sögn Ásbjörns Helga Árnasonar skipatæknifræðings sem hefur umsjón með verkinu í flotkvínni í Hafnarfirði. Meira »

Viðgerðum lýkur vonandi fyrir jól

23.11. Vonast er til þess að bráðabirgðaviðgerð á flutningaskipinu Fjordvik, sem strandaði í Helguvík í byrjun mánaðar, verði lokið fyrir jól. Þetta staðfestir Ásbjörn Helgi Árnason hjá Vélsmiðju Orms og Víglundar í Hafnarfirði sem sér um viðgerðina. Meira »

Viðgerðir ganga vel

20.11. Bráðabirgðaviðgerðir á flutningaskipinu Fjordvik hófust í fyrradag og ganga vel. Ljóst er að umfang skemmda á skipinu er gríðarlegt og að mikið verk verður að gera skipið hæft til siglinga. Meira »

Bráðabirgðaviðgerðir á Fjordvik hafnar

18.11. Nú standa bráðabirgðaviðgerðir á flutningaskipinu Fjordvik yfir, en enn er verið að meta hvaða viðgerðir þarf að ráðast í, að sögn Ásbjarnar Helga Árnasonar, verk­efna­stjóra Vélsmiðju Orms og Víg­lund­ar. Meira »

Óvíst hvort viðgerð á Fjordvik borgi sig

15.11. Ekki er víst hvort gert verði við flutningaskipið Fjordvik að fullu. Það er komið á þurrt land í Hafnarfjarðarhöfn. Bráðabirgðaviðgerð á skipinu hefst að líkindum á næstu dögum en í dagsbirtu á morgun mæta eigendur og tryggingafélög á staðinn og meta stöðuna. Meira »

„Tókst alveg frábærlega“

15.11. „Þetta tókst alveg frábærlega og eins og fyrir var lagt,“ segir Lúðvík Geirsson, hafnarstjóri í Hafnarfjarðarhöfn. Þrír dráttarbátar stýrðu Fjordvik inn í flotkví í morgun, eða Magni frá Faxaflóahöfnum og bátarnir Hamar og Þróttur frá Hafnarfjarðarhöfn. Meira »

Fjordvik sett í flotkví í dag

15.11. Verið er að undirbúa að setja Fjordvik í flotkví í Hafnarfjarðarhöfn. Búið er að gera allar þær ráðstafanir sem til þarf, meðal annars að þyngja skipið að framan til að rétta það af, auk þess sem búið er að koma olíuvarnargirðingum og öðru fyrir. Á annað hundrað tonn eru komin framan á skipið. Meira »

Fjordvik á leið til Hafnarfjarðar

13.11. Flutn­inga­skipið Fjor­d­vik er á leið til Hafnarfjarðar en það er dregið þangað af tveimur dráttarbátum. Áður hafði það verið flutt af strandstað í Helguvík til Keflavíkur á föstudag. Meira »

Gert við skipið eða því fargað

10.11. Mengun vegna strands flutningskipsins Fjordvik í Helguvík var lítil sem engin að sögn Halldórs Karls Hermannssonar, hafnarstjóra Reykjaneshafnar. Tekist hafi að ná nánast allri olíu úr skipinu og það litla sem farið hafi sjóinn verið hreinsað upp eftir að skipið var fjarlægt í gærkvöldi. Meira »

Verður sett í flotkví í Hafnarfirði

9.11. Flutningaskiptið Fjordvik er komið til Keflavíkur. Skipið var dregið þangað í kvöld af strandstað í Helguvík af tveimur dráttarbátum Faxaflóahafnar. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, staðfestir þetta í samtali við mbl.is og segir aðspurður að vel hafi gengið að flytja skipið. Meira »

Fjordvik á leið til Keflavíkur

9.11. Mjög vel gekk að draga flutningskipið Fjordvik á flot í Helguvík í kvöld en unnið hafði verið að því að undirbúa það í dag, meðal annars með því að dæla sjó úr skipinu. Flutningaskipið er nú á leið í togi til Keflavíkur. Meira »

Reynt að koma Fjordvik á flot

9.11. „Það er verið að byrja að reyna að toga skipið á flot,“ segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, í samtali við mbl.is. Til stendur að draga flutningaskipið Fjordvik, sem strandaði í Helguvíkurhöfn í vikunni, til Keflavíkur í kvöld. Meira »

Reyna að koma skipinu á flot

9.11. Yfirvöld hafa samþykkt aðgerðaáætlun SMT shipp­ing, sem ger­ir út sementsflutningaskipið Fjor­d­vik. Skipið situr enn fast í Helgu­vík eft­ir að hafa strandað þar aðfaranótt laug­ar­dags. Meira »

Björgun í höndum útgerðarinnar

9.11. Útgerð Fjordvik fer nú alfarið með björgun sementsflutningaskipsins á strandstað við Helguvík, að sögn Kjartans Más Kjartanssonar, bæjarstjóra í Reykjanesbæ, en Fjordvik situr enn fast í Helguvík eftir að hafa strandað þar aðfaranótt laugardags. Meira »

Búið að dæla allri olíu úr skipinu

8.11. Búið er að dæla allri ol­í­u, rúmlega 100 tonnum, úr flutn­inga­skip­inu Fjor­d­vik sem strandaði í Helgu­vík síðustu helgi. Hagstæðar veðuraðstæður í gær auðvelduðu björgunarfólki að flytja nauðsynlegan björgunarbúnað um borð, meðal annars dælur og slöngur, að því er fram kemur í tilkynningu frá SMT Shipping sem sér um aðgerðir í höfninni. Meira »

Kafarar skoða skipið öðru sinni í dag

7.11. Kafarar frá Köfunarþjónustunni munu skoða skemmdir á skipinu Fjordvik öðru sinni seinna í dag. Þá hefur dælingu olíu úr skipinu verið haldið áfram í dag. Meira »

Hvassviðri tefur björgunaraðgerðir

6.11. „Veðrið er bara þannig að það er ekki hægt að eiga við það,“ segir Halldór Karl Hermannsson, hafnarstjóri í Reykjaneshöfn, í samtali við mbl.is. Vinnu við björgun flutningaskipsins Fjordvik, sem strandaði í Helguvík um helgina, var hætt síðdegis í dag sökum versnandi veðurs. Meira »

Fjarlægt um leið og öryggi verður tryggt

6.11. „Um leið og það er orðið öruggt verður skipið fjarlægt. Númer eitt, tvö og þrjú er að tryggja að það sé öruggt að það verði ekki fyrir hnjaski á leiðinni á þann stað sem það fær meira viðhald,“ segir hafnarstjórinn Halldór Karl. Meira »

Þurfa að fjarlægja spilliefni

6.11. Nú hefur stærstum hluta olíunnar verið dælt úr flutningaskipinu Fjordvik sem strandaði í Helguvík og þegar önnur spilliefni hafa verið fjarlægð gerir Umhverfisstofnun ráð fyrir því að draga sig í hlé og fylgjast með af hlíðarlínunni. Meira »

Búnir að ná 95-98% olíunnar úr skipinu

6.11. Búið er að ná miklum meirihluta þeirrar olíu sem hægt verður að ná úr sements­flutn­inga­skip­inu Fjor­d­vik sem strandaði í Helgu­vík um helg­ina, að sögn Halldórs Karls Hermannssonar, hafnarstjóra í Reykjaneshöfn. Nóttin hafi þó verið erfið veðurfarslega séð. Meira »

Verulegar skemmdir á skipinu

5.11. „Þeir fóru tveir niður í morgun og tóku út hvernig skipið situr og fóru svo bakborðsmegin og tóku myndir af skemmdum. Það myndskeið fer fljótlega í yfirferð af Ardent-mönnum og út frá því verður hægt að gera frekari áætlun,“ segir Helgi Hinriksson, verkefnastjóri hjá Köfunarþjónustunni. Meira »

Gæta ýtrustu varkárni í Helguvík

5.11. „Nú er verið að vinna við olíudælingu og í kringum hana eru ýmis rokgjörn efni sem meðal annars geta valdið íkveikju- og sprengjuhættu. Við erum að vinna á öryggissvæði NATO og á einni helstu olíubirgðaflutningastöð landsins,“ segir Halldór Karl, hafnarstjóri í Reykjanesbæ. Meira »

Fimm til sex tonnum dælt á klukkustund

5.11. Dæling eldsneytis úr flutningaskipinu Fjordvik gengur mun betur núna en í gær og er áætlað að um 5 til 6 tonnum sé dælt úr skipinu á klukkustund. Bundnar eru vonir við að hægt verði að auka afköstin enn frekar eftir hádegi með aukabúnaði og breyttum aðferðum. Kafarar eru núna að skoða skipið. Meira »

Rannsóknarnefnd ræddi við skipstjórann

5.11. Rannsóknarnefnd samgönguslysa ræddi við skipstjóra flutningaskipsins Fjordvik, sem strandaði í Helguvík, á laugardaginn. Nefndin hefur ekki rætt við fleiri úr áhöfninni en sennilega verður einnig rætt við hafnsögumann skipsins. Meira »

Dæling úr Fjordvik hafin á ný

5.11. Dæl­ing olíu úr sements­flutn­inga­skip­inu Fjor­d­vik hófst á ný um áttaleytið í morgun. „Það er búið að breyta aðferðum og gera einhverjar ráðstafanir,“ segir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar, og kveður vonir standa til að betur gangi í dag. Meira »

Bjargaði öllum með brotin rifbein

5.11. „Ég lét áhöfn þyrlunnar vita að eitthvað hefði brotnað en að við skyldum klára þetta,“ segir Guðmundur Ragnar Magnússon, stýri- og sigmaður hjá Landhelgisgæslunni, sem rifbeinsbrotnaði þegar hann seig niður í Fjordvik í björgunaraðgerðum aðfaranótt laugardags, en bjarga þurfti 15 mönnum af skipinu. Meira »

Kafarar kanni ástand skipsins í birtingu

4.11. Dæling olíu úr sementsflutningaskipinu Fjordvik hefur gengið hægar í dag en vonað var og ákveðið hefur verið að hætta aðgerðum í kvöld. Aðgerðin hófst síðdegis og var vonast til þess að hægt yrði að dæla úr því um 80 tonnum. Meira »

Vonast til þess að ná 80% olíunnar

4.11. Vonir standa til þess að hægt verði að dæla 80 tonnum af þeim 104 tonnum af gasolíu úr flutningaskipinu Fjordvik sem strandaði í Helguvík aðfararnótt laugardags. Þetta segir Ólafur A. Jónsson, sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun. Meira »

Dæla brátt olíu úr Fjordvik

4.11. Undirbúningur fyrir dælingu olíudælingu úr flutningaskipinu Fjordvik sem strandaði í Helguvík aðfararnótt laugardags er á lokastigum og dæling ekki hafin. Rúmlega 100 tonn af gasolíu eru í skipinu, en óvíst er hve langan tíma dælingin mun taka. Bæjarstjóri Reykjanesbæjar segir að farið verði rólega af stað. Meira »