Glitnismenn fyrir dóm

Aftur 5 ára dómur í Stím-máli

21.12.2017 Lár­us Weld­ing, fyrr­ver­andi banka­stjóri Glitn­is, var dæmd­ur í 5 ára fang­elsi í Stím-mál­inu svo­kallaða fyr­ir umboðssvik. Hann og tveir aðrir fengu sama dóm og þegar málið var áður tekið fyrir fyrir 2 árum. Einn dómari skilaði sératkvæði og vildi sýkna tvo ákærðu. Meira »

Dómur í sama máli sama dag 2 árum síðar

15.12.2017 Nákvæmlega tveimur árum eftir að dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í Stím-málinu svokallaða verður aftur kveðinn upp dómur í málinu eftir seinni umferð þess hjá héraðsdómi. Hittir svo á að í bæði skiptin var dómur kveðinn upp 21. desember. Í fyrra skiptið árið 2015, en núna árið 2017. Meira »

Sér eftir að hafa tekið að sér starfið

16.11.2017 Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, sagðist í yfirlýsingu sem hann las upp við skýrslutöku í Stím-málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur vonast til að dómarar noti tækifærið við endurupptöku málsins og taki til baka ákvörðun sína um að dæma hann í fangelsi. Meira »

Allir ákærðu í Stím-málinu í dómsal

16.11.2017 All­ir þrír ákærðu í Stím-mál­inu eru mætt­ir í dómsal nú þegar aðalmeðferð máls­ins er að hefjast í Héraðsdómi Reykjavíkur. Hæstiréttur Íslands ómerkti dóm héraðsdóms frá árinu 2015 vegna vanhæfis Sigríðar Hjaltested, dómara í málinu, og því hefur það verið tekið upp að nýju. Meira »

Dómstjóri má dæma í Stím-málinu

14.11.2017 Ingimundur Einarsson, dómstjóri við Héraðsdóm Reykjavíkur, þarf ekki að víkja sæti sem meðdómari í Stím-málinu. Verður það tekið fyrir í annað skipti í vikunni. Hann átti hlutabréf fyrir 4,2 milljónir í bönkunum og tapaði 2 milljónum með hruni þeirra, þar af 660 þúsund vegna bréfa í Glitni. Meira »

Áfram tekist á um dómara í Stím-máli

20.10.2017 Héraðsdómur hafnaði í dag kröfu verjenda í Stím-málinu svokallaða um að Hrefna Sigríður Briem, sérfróður meðdómari í málinu myndi víkja. Áður hafði Hæstiréttur hafnað kröfu um að dómsformaðurinn Símon Sigvaldason myndi víkja. Verjendur í málinu ætla allir að kæra úrskurðinn. Meira »

Láta aftur reyna hæfi dómara

9.10.2017 Fyrirtaka í Stím-málinu fór fram að nýju í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag en Hæstiréttur hafnaði því nýverið að Símon Sigvaldason dómari viki sæti. Dómurinn ógilti hins vegar fyrri dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í málinu þegar í ljós kom að Sigríður Hjaltested hafði brostið hæfi til að dæma í málinu. Meira »

Símon ekki vanhæfur

30.9.2017 Héraðsdómarinn Símon Sigvaldason er ekki vanhæfur til að dæma að nýju í Stím-málinu svokallaða. Sakborningar í málinu höfðu krafist þess að hann myndi víkja sæti þar sem þeir töldu hann hafa látið hjá líða að vekja athygli á tengslum sem gæfu tilefni til að draga óhlutdrægni meðdómara málsins í efa. Meira »

Vilja að Símon víki í Stím-máli

11.9.2017 „Umbjóðandi minn krefst þess að Símon Sigvaldason dómari víki sæti við endurtekna meðferð málsins,“ sagði Óttar Páls­son hæsta­rétt­ar­lögmaður fyr­ir Héraðsdómi Reykja­vík­ur í dag þar sem munn­leg­ur mál­flutn­ing­ur fer fram í svo­nefndu Stím-máli, en Óttar er verj­andi Lárus­ar Weld­ing, fyrr­ver­andi banka­stjóra Glitn­is banka, sem er einn ákærðra í mál­inu. Meira »

Hæstiréttur ógildir dóm í Stím-máli

1.6.2017 Hæstiréttur hefur ómerkt dóm héraðsdóms í Stím-málinu svokallaða en rétturinn vísar til þess að Sigríði Hjaltested,dómara í málinu, hafi brostið hæfi til að dæma í málinu. Sigríður sagði sig frá öðru hrunmáli sem Hæstiréttur segir hliðstætt þessu máli vegna tengsla fyrrverandi eiginmanns hennar. Meira »

Fjalla um hugsanlegt vanhæfi dómara

13.4.2017 Hæstiréttur mun fjalla um hugsanlegt vanhæfi héraðsdómara í Stím-málinu vegna tengsla hans við Glitnismann sem héraðssaksóknari hafði til rannsóknar. Dómarinn, Sigríður Hjaltested, var einn þriggja héraðsdómara sem dæmdu í málinu árið 2015. Meira »

Stím-málið á dagskrá í maí

4.4.2017 Stím-málið verður tekið fyrir í Hæstarétti í næsta mánuði, en samkvæmt dagskrá réttarins verður það flutt 22. maí. Þrír sakborningar í málinu voru dæmdir í fangelsi í desember árið 2015, frá 18 mánuðum upp í 5 ár. Meira »

Lánið veitt án fullnægjandi trygginga

24.11.2016 Sex milljarða lán Glitnis til einkahlutafélagsins FS38, sem var eignalaust félag með takmarkaða ábyrgð, til kaupa á bréfum í skartgripafélaginu Aurum Holding var án fullnægjandi trygginga og ekkert hald er í þeirri vörn að bankinn hafi verið betur staddur eftir lánveitinguna. Meira »

Þarf ekki að bera vitni

29.10.2016 Hæstiréttur hafnaði í gær kröfum eins ákærða í Stím-málinu svokallaða um að fá að leiða fyrir Hæstarétt starfsmann embættis héraðssaksóknara sem vitni. Með því var úrskurður héraðsdóms staðfestur. Meira »

Þorvaldur Lúðvík segir upp

12.5.2016 Framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar, Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, hefur sagt starfi sínu lausu. Í tilkynningu frá félaginu segist Þorvaldur Lúðvík vera að hverfa til starfa í fyrirtæki í flugtengdri starfsemi. Hann var dæmdur í 18 mánaða fangelsi fyrir hlutdeild í umboðssvikum en bíður niðurstöðu Hæstaréttar. Meira »

Í leyfi vegna markaðsmisnotkunarmáls

9.3.2016 Jónas Guðmundsson, viðskiptastjóri einkabankaþjónustu Íslandsbanka, hefur verið sendur í ótímabundið leyfi frá störfum. Kemur ákvörðunin í kjölfar ákæru héraðssaksóknara í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis þar sem Jónas er meðal ákærðu. Meira »

Ákæra gefin út í Glitnismáli

9.3.2016 Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis, en þar er ákært fyrir meinta markaðsmisnotkun fyrir hrun bankans. Málið verður þingfest 15. apríl næstkomandi, en málið er komið á dagskrá Héraðsdóms Reykjavíkur. Ákært er fyrir bæði markaðsmisnotkun og umboðssvik. Meira »

Búið að áfrýja Stím-málinu

5.2.2016 Niðurstöðu héraðsdóms í Stím-málinu svokallaða hefur verið áfrýjað til Hæstaréttar. Áður hafði komið fram að Þorvaldur og Jóhannes myndu áfrýja niðurstöðunni, en öll önnur dómsmál tengd bankahruninu hafa farið fyrir Hæstarétt. Málið er nú komið á áfrýjunarskrá Hæstaréttar. Meira »

28 hrunmál í skoðun hjá saksóknara

4.1.2016 Á starfstíma sínum frá 2009 til loka 2015 tók embætti sérstaks saksóknara 850 sakamál til meðferðar, en þar af eru svokölluð hrunmál rúmlega 200 talsins. Samtals eru 50 af þessum málum í ákærumeðferð. 28 hrunmál eru annaðhvort enn í rannsókn eða í ákærumeðferð. Meira »

Jóhannes mun áfrýja Stím-máli

4.1.2016 Jóhannes Baldursson, sem sakfelldur var í Stím-málinu svokallaða, mun áfrýja málinu til Hæstaréttar. Þetta staðfestir lögmaður hans, Reimar Pétursson, í samtali við mbl.is. Samkvæmt heimildum mbl.is er líklegt að svo verði einnig í tilvikum þeirra Lárusar Welding og Þorvalds Lúðvíks Sigurjónssonar. Meira »

Tugmilljóna lögfræðikostnaður

21.12.2015 Lár­us Weld­ing, fyrr­ver­andi banka­stjóri Glitn­is, Jó­hann­es Bald­urs­son, fyrrum fram­kvæmda­stjóri markaðsviðskipta og Þor­vald­ur Lúðvík Sig­ur­jóns­son, fyrr­ver­andi banka­stjóri Saga Capital, þurfa að greiða 42,6 milljónir í málsvarnarlaun verjenda sinna vegna Stím-málsins svokallaða. Meira »

Hætt við mál gegn stjórnendum Glitnis

21.12.2015 Skaðabótarmál slitastjórnar Glitnis gegn Lárusi Welding og átta öðrum stjórnarmönnum Glitnis hefur verið fellt niður, en slitastjórnin taldi ákvörðun stjórnarinnar að veita Baugi 15 milljarða lán ábótavana og valdið 6,5 milljarða tjóni. Meira »

„Ég er saklaus“

21.12.2015 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Þorvald Lúðvík Sigurjónsson, fyrr­ver­andi banka­stjóra Saga Capital, í 18 mánaða fangelsi fyrir hlutdeild að umboðssvikum í hinu svonefnda Stím-máli. Í færslu á samskiptasíðunni Facebook lýsir Þorvaldur hins vegar yfir sakleysi sínu. Meira »

Fjártjónshætta var veruleg

21.12.2015 Lárus Welding, fyrrverandi bankastjóri Glitnis, hefur verið dæmdur í 5 ára fangelsi fyrir umboðssvik. Komst dómurinn að þeirri niðurstöðu að Lárus hefði farið út fyrir heimildir sínar til lánveitinga þegar hann beitti sér fyrir því að félag sem síðar varð Stím, fengi um 20 milljarða króna lán. Meira »

Þorvaldur Lúðvík njóti vafans

21.12.2015 Stjórn Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar (AFE) hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna dóms Héraðsdóms Reykjavíkur í Stím-málinu svonefnda en þar var Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, framkvæmdastjóri AFE og fyrr­ver­andi banka­stjóri Saga Capital, dæmdur í 18 mánaða fang­elsi fyr­ir hlut­deild að umboðssvik­um. Meira »

Lárus Welding í 5 ára fangelsi

21.12.2015 Lár­us Weld­ing, fyrr­ver­andi banka­stjóri Glitn­is, var dæmdur í fimm ára fangelsi í Stím-málinu svokallaða fyrir umboðssvik, en dómsuppsaga í málinu var í dag. Jó­hann­es Bald­urs­son, sem var fram­kvæmda­stjóri markaðsviðskipta Glitn­is var dæmdur í 2 ára fangelsi í málinu. Meira »

Rannsókn Glitnis-máls lokið

16.12.2015 Embætti sérstaks saksóknara hefur nú lokið rannsókn á markaðsmisnotkunarmáli Glitnis, en það hefur verið til rannsóknar undanfarin ár. Er málið nú í ákvörðunarferli hjá saksóknara embættisins og kemur þá í ljós hvort ákært verði í málinu eða ekki. Meira »

Hvatti ekki til viðskiptanna

24.11.2015 Engar ákvarðanir um rekstur félagsins Stím voru teknar hjá Saga Capital. Þetta sagði Björgvin Þorsteinsson, verjandi Þorvaldar Lúðvíks Sigurjónssonar fyrrverandi bankastjóra Saga Capital, fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun þar sem málflutingur fer fram í svonefndu Stím-máli. Meira »

„Hreinn hugarburður“

24.11.2015 Forsendur fyrir ákæru á hendur Jóhannesi Baldurssyni í svonefndu Stím-máli eru engar. Þetta sagði Reimar Pétursson, verjandi Jóhannesar, fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun þar sem málflutningur fer fram í málinu, en Jóhannes er einn ákærðra í málinu. Meira »

„Fullkomlega eðlileg samskipti“

23.11.2015 „Hver er glæpurinn?“ spurði Óttar Pálsson hæstaréttarlögmaður fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag þar sem munnlegur málflutningur fer fram í svonefndu Stím-máli, en Óttar er verjandi Lárusar Welding, fyrrverandi bankastjóra Glitnis banka, sem er einn ákærðra í málinu. Meira »