Hvarf norskrar konu

Jemtland var skotin til bana

7.2. Norska lögreglan hefur staðfest að Janne Jemtland var skotin til bana. Jemtland hafði verið saknað í átján daga er lík hennar fannst í á í Brumunddal. Meira »

Staðfesta að líkið er af Jemtland

16.1. Lögreglan í Noregi hefur staðfest að lík sem fannst í ánni Glomma á laugardag er lík Janne Jemtland. 18 dagar eru frá því að Jemtland hvarf frá heimili sínu í Brumund­dal. Eiginmaður Jemtland var í gær úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald, grunaður um að hafa myrt eiginkonu sína. Meira »

Eiginmaðurinn úrskurðaður í gæsluvarðhald

15.1. Eiginmaður Janne Jemtland, norsku konunnar sem saknað hefur verið frá því fyrir áramót, hefur verið úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald grunaður um að hafa orðið konunni að bana. Meira »

Telja sig vita hvernig Jemtland lést

14.1. Norska lögreglan telur sig nú vita hvernig hin 36 ára gamla Janne Jemtland, sem leitað hafði verið í tvær vikur, lést. Lík Jemtland fannst í gær á botni árinnar Glomma. Greindi lögreglan frá því á fundi með norskum fjölmiðlum í dag að hún hafi nú ákveðna tilgátu um atburðarásina og lát Jemtland. Meira »

Líkfundur í Noregi

13.1. Löregla í Brumunddal í Noregi hefur fundið lík í tengslum við leit sína að hinni 36 ára gömlu Janne Jemtland sem saknað hefur verið í rúmlega tvær vikur. Fannst líkið á botni árinnar Glomma eftir margra klukkustunda leit lögreglunnar. Meira »

Eiginmaður Janne handtekinn

12.1. Lögreglan í Brumunddal í Noregi hefur handtekið eiginmann hinnar 36 ára gömlu Janne Jemtland, sem saknað hefur verið í fjórtán daga, vegna gruns um að hann hafði ráðið henni bana. Þetta kom fram á blaðamannafundi lögreglunnar fyrr í kvöld. Meira »

Tveir bílar á heimili Janne rannsakaðir

12.1. Tveir fólksbílar voru fjarlægðir af heimili norsku konunnar Janne Jemt­land til rannsóknar í dag. Hennar hefur nú verið saknað í 14 sólarhringa. Meira »

Vonin fer dvínandi

10.1. Vonir norsku lögreglunnar um að finna hina 36 ára gömlu Janne Jemtland á lífi fara dvínandi eftir því sem fleiri dagar líða frá hvarfi hennar. Nú eru komnir tólf sólarhringar síðan hún yfirgaf heimili sitt í smábænum Brumunddal um nótt, eftir að hafa tekið leigubíl heim úr jólaveislu ásamt eiginmanni sínum. Meira »

Hvarfið enn ráðgáta

9.1. Eiginmaður Janne Jemtland tilkynnti ekki hvarf hennar fyrr en 30 klukkustundum eftir að hún yfirgaf heimili þeirra í smábænum Brumunddal í Noregi. Ekkert hefur til hennar spurst í ellefu sólarhringa. Meira »

Vilja ekki aðstoð almennings við leit

8.1. Fjöldi fólks hefur haft samband við lögregluna í Brumunddal í Noregi og boðist til að aðstoða við leitina að hinni 36 ára gömlu Janne Jemtland sem saknað hefur verið frá því 29. desember síðastliðinn. Lögreglustjórinn, Terje Krogstad, segir lögregluna hins vegar hafa neitað allri slíkri aðstoð. Meira »

Biðu í sólarhring með að leita

8.1. Eiginmaður Janne Jemtland, sem hvarf sporlaust aðfaranótt 29. desember, tilkynnti hvarfið daginn eftir. Lögreglan beið hins vegar í sólarhring með að hefja leit að henni. Ekkert hefur til hennar spurst í tíu daga. Meira »

Ótti vegna hvarfs Jemtland

7.1. Bæjarbúar í Brumunddal í Noregi eru harmi slegnir vegna hvarfs Janne Jemtland, tveggja barna móður og eiginkonu. Ekkert hefur spurst til hennar síðan hún yfirgaf heimili sitt aðfaranótt 29. desember. Salvar Geir Guðgeirsson er prestur í bænum og segir hann að bæjarbúar hugsi til fjölskyldunnar. Meira »

Rannsaka mannshvarf í Noregi

6.1. Lögreglan í Noregi leitar enn að Janne Jemtland, tveggja barna 36 ára móður, sem ekkert hefur spurst til eftir að hún yfirgaf heimili sitt aðfaranótt 29. desember. Blóð hefur fundist við leitina, nú síðast í dag. Meira »