Ísbjörn í Skagafirði

Hvalnesbirnan feit og fín

29.11.2016 Hvítabirnan sem var felld 16. júlí í sumar á Hvalnesi á Skaga var á 12. ári og í góðum holdum. Húnarnir sem hún átti voru sjö mánaða gamlir þegar hún synti til landsins. Þeir hafa líklega farist á leiðinni til landsins en birnan var með mjólk á spena. Húnarnir fóru líklega síðast á spena á ísjaka. Meira »

Nýja birnan gæti orðið farandbirna

20.7.2016 Fimm ísbirnir hafa gengið hér á land frá því í júní 2008 og hafa allir verið felldir. Þrír hafa verið stoppaðir upp og eru fólki til sýnis. Meira »

Einskis varir á Hornströndum

19.7.2016 Áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar ásamt fulltrúum lögreglunnar á Ísafirði hefur lokið eftirlitsferð með friðlandinu á Hornströndum, en líkt og mbl.is greindi frá fyrr í dag var gerður út leiðangur meðal annars til að leita ísbjarna á svæðinu. Meira »

Leita ísbjarna á Vestfjörðum

19.7.2016 Þyrla Landhelgisgæslunnar er nú stödd á Ísafirði þar sem fyrirhugað er að fara ásamt lögreglu í leit að ísbjörnum á Vestfjörðum, samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni. Meira »

Birnan var með mjólk í spenunum

18.7.2016 Ísbjörninn sem felldur var við Hvalnes á Skaga á laugardagskvöld var fullorðin birna. Hún var með mjólk í spenum svo ekki er langt síðan húnn eða húnar fylgdu henni. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Keldum og Náttúrufræðistofnun um krufningu birnunnar. Meira »

Synti birnan til Íslands?

18.7.2016 Dæmi eru um að hvítabirnir hafi synt 687 km á níu dögum. Það er því ekki útilokað að birnan sem kom á land við Skaga hafi sinnt frá ísnum við Grænland og alla leið til Íslands. Meira »

Engir litlir sætir bangsar

17.7.2016 Krufningu bjarndýrsins sem fellt var í nótt lýkur í kvöld en komið var með birnuna til Reykjavíkur um klukkan hálftvö í dag. Náttúrufræðistofnun annast krufninguna og mun vernda beinagrind dýrsins. For­stjóri Nátt­úru­fræðistofn­un­ar segir að rétt hafi verið brugðist við. Meira »

Gæslan fann ekki annan ísbjörn

17.7.2016 Landhelgisgæslan hélt í leitarleiðangur á Norðurlandi í dag, til að ganga úr skugga um að ekki væri annar ísbjörn á svæðinu.  Meira »

Ólíklegt að hvítabirnir verði fangaðir

17.7.2016 Þegar hvítabirnir ganga á land eru það lögregluyfirvöld á viðkomandi svæði sem taka ákvörðun um hvort dýrið sé fellt. Drög að föngunaráætlun bjarna liggur fyrir en er hvorki fullkláruð né fjármögnuð. Meira »

Hefðu ekki getað varist birninum

17.7.2016 Karítas Guðrúnardóttir var í útreiðartúr ásamt manni sínum, Agli Bjarnasyni, þegar þau urðu vör við ísbjörninn sem felldur var við bæinn Hvalnes á Skaga í gærkvöldi. „Við vorum að temja þegar við sáum eitthvað hvítt.“ Meira »

Hræið á leið til Reykjavíkur

17.7.2016 Unnið er að því að flytja hræ bjarnarins sem felldur var í nótt til Reykjavíkur og er það væntanlegt suður um miðjan dag í dag. Verður það flutt til Náttúrufræðistofnunar Íslands, þar sem dýrið verður krufið og sýni tekin úr því. Meira »

Það eina rökrétta að fella hvítabirni

17.7.2016 Alltaf er talin hætta af hvítabjörnum sem hingað koma til lands enda utan náttúrulegra heimkynna í umhverfi sem dýrin þekkja ekki. Það er samdóma álit þeirra sérfræðinga sem sérstakur starfshópur, sem umhverfisráðherra skipaði í júní 2008 til tillögugerðar um viðbrögð vegna hugsanlegrar landtöku hvítabjarna á Íslandi, ræddi við. Meira »

Sá fimmti síðan 2008

17.7.2016 Ísbjörninn sem felldur var við bæinn Hvalnes á Skaga í nótt er fimmti björninn sem sækir Ísland heim síðan 2008. Það ár voru tveir birnir felldir hér á landi. Meira »

Bjarndýr fellt á Skaga

17.7.2016 Bjarndýr var fellt við bæinn Hvalnes á Skaga á tólfta tímanum í gærkvöldi, skömmu eftir að heimafólk sá fyrst til dýrsins, sem reyndist vera stálpuð birna. Lögreglunni á Sauðárkróki var tilkynnt um bjarndýrið upp úr kl. 22 og í kjölfarið var kölluð til skytta til að fella dýrið. Meira »

Líka hneykslast á ísbjarnardrápi 1974

27.7.2008 Það er ekkert nýtt að hneykslast á hvítabjarnardrápi á Íslandi, að sögn Herborgar Vernharðsdóttur, sem býr í Atlatungu í Fljótavík á sumrin. Meira »

Engir ísbirnir fundust

20.7.2008 Leitað var á Hornströndum í nótt að hugsanlegum ísbjörnum, sem ferðafólk á svæðinu taldi sig hafa séð í gærkvöldi. Leitað var bæði úr lofti og af sjó en ekkert fannst og segir lögreglan á Ísafirði, að líklegt sé að um missýn hafi verið að ræða. Meira »

Ísbirnir á Hornströndum?

20.7.2008 Þyrla Landhelgisgæslunnar og lögreglan á Vestfjörðum er nú að kanna hvort ísbirnir séu á Hornströndum. Hópur göngumanna taldi sig hafa séð tvo ísbirni í Skálakambi við Hælavík í kvöld. Meira »

Hvítabjörninn sýndur á Hafíssetrinu á Blönduósi

1.7.2008 Birnan sem sást í æðarvarpi við bæinn Hraun á Skaga á dögunum og var felld í kjölfarið, er í sútun og að því loknu fer hún í uppstoppun. Beðið er eftir fyllingarefni frá Bandaríkjunum sem notað er til að stoppa dýrið upp. Meira »

Umhverfisráðuneytið furðar sig á ályktun Blaðamannafélagsins

26.6.2008 Það sætir furðu að stjórn Blaðamannafélags Íslands skuli álykta sérstaklega um myndatökur af hræi hvítabjarnar sem felldur var við bæinn Hraun á Skaga 17. júní sl. og saka umhverfisráðherra um ritskoðun frétta. Þetta kemur fram í svari umhverfisráðuneytisins við ályktun sem stjórn Blaðamannafélagsins sendi frá sér í gær. Meira »

Blaðamannafélagið ályktar um ísbjarnarmál

25.6.2008 Stjórn Blaðamannafélags Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem það er harmað að yfirvöld skyldu hafa takmarkað aðgang fréttamanna að ísbjarnarhræinu á Hrauni á Skaga. Meira »

Björninn væntanlega rolla

24.6.2008 Jarðvegur er rakur þar sem talið var að hvítabjörn hafi haldið sig við Bjarnafell á Skaga og sáust greinileg spor eftir sauðfé þar . Er það mat lögreglu að bjarndýr hafi ekki getað farið um svæðið án þess að slíkt myndi sjást á jarðvegi á vettvangi. Við svo búið telur lögregla að ekki sé ástæða til áframhaldandi leitar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni. Meira »

Leit að bjarndýri stendur yfir

23.6.2008 Átta manna hópur leitar nú hvítabjarnar á þeim slóðum sem fólk taldi sig hafa séð slíka skepnu í grennd við Bjarnarfell á Skaga í gær. Þyrla Landhelgisgæslunnar leitaði án árangurs í dag og er farin suður til Reykjavíkur en lítil flugvél hefur tekið við leit úr lofti. Meira »

Ekkert sést til bangsa

23.6.2008 Ekkert hefur sést til hvítabjarnar sem fólk taldi sig hafa séð við Bjarnarfell á Skaga í gær. Að sögn Stefáns Vagns Stefánssonar, yfirlögregluþjóns á Sauðárkróki, hefur þyrla Landhelgisgæslunnar flogið yfir svæðið án árangurs. Væntanlega verður leitarsvæðið stækkað þegar leit verður haldið áfram. Meira »

Héðinn býðst til að smíða ísbjarnarbúr

23.6.2008 Héðinn hf. hefur boðið ísbjarnarnefnd umhverfisráðuneytisins að smíða ísbjarnarbúr, eitt eða fleiri eftir þörfum. Í erindi sem Héðinn sendi Hjalta J. Guðmundssyni, formanni nefndarinnar, segir að tæknideild Héðins sé tilbúin til að hanna endurbætta útgáfu danska búrsins sem hingað var flutt, eða aðrar þær stærðir og gerðir sem þyki henta. Tekið er fram að Héðinn geti annast smíðina á mjög skömmum tíma. Meira »

Hvítabjörn á Skaga?

23.6.2008 Í gærkvöldi barst lögreglunni á Sauðárkróki tilkynning frá fólki, sem var á göngu við Bjarnarvötn á Skaga, um að það hefði hugsanlega séð ísbjörn við Bjarnarfell. Sá fólkið tilsýndar hvítt dýr sem hreyfði sig þunglamalega. Fólkið náði ljósmyndum af dýrinu, en þær munu þó vera nokkuð óskýrar. Meira »

Hvítabjarnaflug í dag

22.6.2008 Landhelgisgæslan mun í dag, sunnudag, fljúga yfir Hornstrandir og Skaga til þess að skyggnast um eftir hvítabjörnum. Samkvæmt frétt Umhverfisstofnunar starfa Landhelgisgæslan, Umhverfisstofnun og Náttúrufræðistofnun Íslands saman að þessu... Meira »

Ráðuneytið greiðir fyrir leiguflug

19.6.2008 Vegna misvísandi frétta um ferðalög umhverfisráðherra í tengslum við björgun hvítabjarnarins á Skaga vill umhverfisráðuneytið koma því á framfæri að Þórunn Sveinbjarnardóttir kom til landsins með áætlunarflugi en ráðuneytið greiddi 245.000 krónur fyrir leiguflug með sjö farþega til Sauðárkróks á þjóðhátíðardaginn. Meira »

Engir birnir sáust

18.6.2008 Engir birnir sáust á Vestfjörðum í eftirlitsflugi Landhelgisgæslunnar. Flogið var um Hornstrandafriðland og svipast vandlega um eftir ísbjörnum. Með í för var Jón Björnsson, landvörður Hornstrandafriðlandsins. Flogið var um allt svæðið frá Aðalvík austur að Ófeigsfirði, eftir eldsneytistöku á Ísafirði. Ekki sáust nein ummerki um ísbjörn á leitarsvæðinu. Borgarísjaki sást á ratsjá 126 sjómílur VNV af Bjargtöngum í könnunarflugi í dag. Meira »

Þverárfellsbjörninn smitaður af þráðormi

18.6.2008 Ísbjörninn sem felldur var skammt frá Þverárfellsvegi 3.júní var smitaður af hinum illskeytta þráðormi tríkínum Trichinella. Helmingur hvítabjarna á Austur Grænlandi eru smitaðir. Meira »

Ísbjarna leitað úr lofti

18.6.2008 Fyrirhugað er að þyrla Landhelgisgæslunnar fari í eftirlitsflug um Hornstrandir í dag til að svipast um hvort ísbirnir sjáist á svæðinu. Eftirlitið fer fram í nánu samstarfi við Umhverfisstofnun. Ætlunin er að fljúga aftur yfir svæðið á næstu dögum. Eins verður hefðbundnu ískönnunarflugi á Fokker flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SYN, haldið áfram. Meira »